Óska eftir 3kW elementi

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

Sælir,

Er að fara að smíða mér suðupott og vantar 3kW element (eða 2x1,5kW), vill ekki nota element úr hraðsuðukötlum..

Verður að vera Low watt density element.

Kv, Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by sigurdur »

Þú getur keypt þér 5,5kW element af brew.is og sett einhvern stóran thyristor til að keyra aflið niður í 3kW.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

sigurdur wrote:Þú getur keypt þér 5,5kW element af brew.is og sett einhvern stóran thyristor til að keyra aflið niður í 3kW.
Takk fyrir svarið. Geturu bent mér á hvaða Thyristor ég gæti hugsanlega notað fyrir þetta?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by sigurdur »

BTA41-600B

Gæti virkað að nota BTA41-600B og skipta út TIC226 í rásinni hér http://www.epanorama.net/documents/ligh ... ml#1kw230v" onclick="window.open(this.href);return false;

Gangi þér vel :)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by Squinchy »

Svo getur þú líka gert sama og ég gerði, 5,5Kw elimentið og PID stýring með ssr, allt frá brew.is, er virkilega ánægður með það settup.
Ryðfría ró á elimentið finnur þú í Metal
kv. Jökull
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

Squinchy wrote:Svo getur þú líka gert sama og ég gerði, 5,5Kw elimentið og PID stýring með ssr, allt frá brew.is, er virkilega ánægður með það settup.
Ryðfría ró á elimentið finnur þú í Metal
Það er held ég algjört overkill að vera með svona stórt element þar sem að við ætlum bara að gera 30L í einu :) En ég er búinn að finna 3kW element hjá Rafvörur.is, kostar 8.500, ætlaði bara að ath hvort að það væri einhver að losa sig við eitt slíkt :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

sigurdur wrote:BTA41-600B

Gæti virkað að nota BTA41-600B og skipta út TIC226 í rásinni hér http://www.epanorama.net/documents/ligh ... ml#1kw230v" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Gangi þér vel :)
Held að þetta sé aðeins flóknara en ég ætlaði að gera þetta, eins og ég skrifaði ó póstinum fyrir neðan þá er ég búinn að finna element hjá Rafvörur.is, LWD element

Kv,Raggi
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by sigurdur »

Flott mál. :)
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by Squinchy »

Ég er að nota 5.5KW element í 25L lagarnir og finnst það enganveginn vera overkill, þeir sem eru að gera stærri laganir eru jafnvel að nota tvö 5.5KW

Mæli samt með að skoða PID stýringu til að stjórna því elementi sem þú velur þér, er bara svo mikið must að mínu mati eftir að hafa prófað að brugga með henni, yfirhita aldrei meskivatnið né skolvatnið

En passaðu bara að elementid hafi mikið yfirborðs flatamál, svo þú brennir ekki virtinn
kv. Jökull
oliagust
Villigerill
Posts: 27
Joined: 13. Oct 2011 00:21

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by oliagust »

Til að bæta í reynslubankann, þá er ég með 3x2200W (hraðsuðu) element í 25 lítra lögun ásamt PID controller. Það er þægilegt þegar á að hita meskivatnið, og ná upp suðuhita.

En mér finnst 6600W vera of mikið í suðu, það sýður upp úr ef það er allt í gangi í einu. Þannig nota ég bara eitt element í að viðhalda meskihita og suðu.
Í vinnslu; Bríó klón
Í gerjun: SMASH lager og Nelson Sauvin IPA
Á flöskum; Rauðöl, Vetraröl, APA, Brúðkaupsöl og SMASH öl.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by hrafnkell »

Getur pid stýringin þín ekki sett á %? Þá gætirðu keyrt öll elementin á duty cycle, t.d. 40-50%. Þá þarftu ekkert að vesenast með að taka úr sambandi. Annars ætti eitt element líka að vera perfect í að viðhalda fínni suðu í 25-30 lítrum.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

Frábært hvað menn eru tilbúnir að hjálpa manni og svara strax :)

Ég er einmitt búinn að versla mér PID regli og 40A SSR sem ég ætla að nota í þetta (Ebay). Ég þarf að ath hvort að ég geti stillt duty cycle á reglinum, þá væri málið steindautt! Væri líka fínt upp á framtíðina að gera þar sem að við eigum pottþétt eftir að stækka yfir í 40-60L bruggun þegar maður hefur náð tökum á þessu og þá er 3kW sennilega of lítið....

Þegar potturinn verður tilbúinn þá hef ég samband við þig Hrafkell og versla restina af draslinu í þetta :)

Kv, RÖD
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by hrafnkell »

Það eru reyndar ekki allar pid stýringar með %-stillingu, en þó einhverjar. Þessar ódýrustu á ebay eru ekki með það. Stýringarnar sem ég er að selja eru með hana.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:Það eru reyndar ekki allar pid stýringar með %-stillingu, en þó einhverjar. Þessar ódýrustu á ebay eru ekki með það. Stýringarnar sem ég er að selja eru með hana.
Ég googlaði reglinn aðeins og fann inn á HomeBrewTalk að það væri hægt að stilla duty cycle á reglinum mínum.

Ert þú ekki að selja Auber regla? Heitir parameterinn "oPH" (Output Upper Limit 0-100%) sem segir til um duty cycle, sem maður getur notað til að "gera" 5kW element að 2,5kW @50% oPH ?

Kv, RÖD
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Óska eftir 3kW elementi

Post by hrafnkell »

Duty cycle er ekki %-stilling...

Oph thekki eg ekki, en thu minnkar ekki amper notkun med thvi ad setja % af afli a pid styringu.

Utskyri kannski betur seinna ef oskad er.. nenni ekki ad skrifa meira a simann :)
Post Reply