Ég er að fara að kaupa mér í suðutunnu - ætla að meskja í sömu tunnunni. BIAB kerfi.
Stefnan er tekin á 60 l tunnu frá Saltkaup. Þar sem hún þrengist í toppinn, eru menn þá í einhverjum vandræðum með að ná pokanum uppúr henni? Ég tók þátt í svona bruggun um síðustu helgi þar sem notuð var 60 l tunna sem er í laginu eins og gerjunarföturnar, víkkar alla leið upp, og það var alveg nógu erfitt að hífa pokann upp úr henni. Ef pokarnir eru e-ð að festast í opinu gæti maður verið í sm´´a vandræðum.
Einn kosturinn sem ég sé við tunnuna frá saltkaup er að ef ég finn fötu sem er passlega víð í toppinn tiil að að smella ofan í saltkaups tunnuna þá er í raun ekkert mál að breyta kerfiu í fata í fötu.... þegar ég fer í að fjárfesta í dælu. hefur einhver gert þetta þannig? fann tvo ársgamla pósta þar sem Hrafnkell og kalli lögðu af stað í svona fata í fötu kerfi. Hrafnkell endaði í talsvert öðru en en kalli var með tvær eins fötur... vantaði bara myndir af loka útgáfunni hjá honum. hvað þarf kornið að vera í stórri fötu fyrir 40 l laganir? er 20 l nóg?
Annars geri ég ráð fyrir að kaupa ódýra hraðsuðukatla til að setja í saltkaups tunnuna og einangra fötuna líklega með einangrunardýnu (tjalddýnu).
Hefur einhverjum dottið í hug að ná sér í dælu úr þvottavél til að dæla virtinum? Þrífa bara vel - þær þola hitann og endast vel.
Ég er að nota tunnu frá saltkaup, en ég passaði mig á því við saumun á pokanum að hann sé mjórri í botninum (öfug trapísa). Ég er ekki í neinum vandræðum með að hífa kornið upp úr.
Í sambandi við dælur, þá er aðal hugsunin sú að olían nái ekki að smitast, og að allir hlutar dælunnar séu úr matvælaplasti.
Til að olían nái ekki að smitast, þá hefur verið best að nota seguldælur þar sem að spaðinn og vökvinn væri alveg aðskilinn mótorhlutanum.
Ég var einmitt að hugsa það sama og þú að vera með tunnu í tunnu. Ég var reyndar líka með þá hugmynd að setja spiral í tunnuna þar sem ég gæti látið renna heitt vatn í gegn til að halda heitu (ef þörf er á) og kæla svo með köldu vatni eftir suðu (kannksi óþarfa vesen). Varðandi dæluna þá var mér að detta í hug rúðupissdælu (þekki ekkert til þeirra). kannski þolir hún ekki hitan en allavegana þá þarf dælan ekki að afkasta miklu, eða hvað?
Ég hætti við fötu í fötu dæmið vegna þess að ég átti erfitt með að finna ílát sem hentaði. Ég gerði 30 lítra prufuútgáfu af þessu (með 20 lítra fötu innan í) og það var ekki alveg að gera sig af ýmsum ástæðum.
Eins og ég geri þetta núna þá er ég með pott, hitaelement og falskan botn fyrir ofan það. Þegar ég er að meskja er ég með kornið í poka (grisju) ofan á falska botninum, og dælu sem dælir undan falska botninum og yfir kornið. Það hefur reynst mjög vel.
Eftir meskingu hífi ég kornið svo bara upp, læt leka af því og fjarlægi falska botninn. Afskaplega þægilegt og fljótlegt. Var í 2.5klst að brugga seinast.
Ég setti hitaelementin í Saltkaupstunnuna í kvöld... Ef einhver hefði sagt mér að þetta kostaði 8500 kr og tæki svona klukkutíma að setja saman þá hefði ég verið löngu búinn að þessu. Ég myndaði þetta þokkalega og það verður öruglega meira verk að koma saman pósti með myndum um þetta en aðgerðin sjálf.
Frúin ætlar að sauma poka fyrir mig og ég ætti því að vera klár í fyrstu lögun á föstudagskvöld
Á bara eftir að fara í Ámuna og ná mér í vatnslása og á smiðjuveginn að kaupa fötur...
Fór í Vínkjallarann í gær eftir að ég keypti tunnuna og verslaði flestallt sem þarf og fullt af drasli sem þarf ekki. Sýnist að þetta verði rétt undir 40Þ í búnað. Inni í því eru 1000 tappar á 8300 kr sem hefði verið ódýrara að kaupa á Brew.
Gott ráð frá núbba til núbba: Skrúfa elementin úr eftir noktun og þrífa VEL. Ég lenti í því að bjórinn hafði brunnið upp við elementin hjá mér (gerist smá í hverri suðu) og það myndaðist alveg svona öskulag utan á þeim (því ég var latur við að þrífa þau). Þetta setti svo óbragð í alla bjóra. Eftir að ég skipti um element og þreif alveg eins og ég gat (þannig að þau líti út eins og ný) þá hef ég ekki fengið óbragðið aftur.
helgibelgi wrote:Gott ráð frá núbba til núbba: Skrúfa elementin úr eftir noktun og þrífa VEL. Ég lenti í því að bjórinn hafði brunnið upp við elementin hjá mér (gerist smá í hverri suðu) og það myndaðist alveg svona öskulag utan á þeim (því ég var latur við að þrífa þau). Þetta setti svo óbragð í alla bjóra. Eftir að ég skipti um element og þreif alveg eins og ég gat (þannig að þau líti út eins og ný) þá hef ég ekki fengið óbragðið aftur.
Vona að þetta gangi vel hjá þér! skál
Hehe.. Nákvæmlega það sama gerðist fyrir mig. Fyrstu 3-4 voru flottir, en svo byrjuðu hlutirnir að versna all svakalega og tók 4 ógeðslega í röð, sá síðasti ógeðslegasti.. var að leggja í 2 í viðbót en náði að átta mig á mistökunum áður en ég lagði í þá, held hlutunum hreinum og fínum héðan í frá
Þetta er glæsilegt kerfi hjá ykkur. mín hugmynd var bara að setja blastfötu í opið á tunnunni. Hafa net í botninum á fötunni og dæla úr tunnunni og yfir kornið í fötunni... vera þá alla meskinguna að keyra þetta eins og þið gerið til að sía.
En meðan ég er ekki búinn að fjárfesta í dælu verður þetta bara venjulegt boil in a bag. Eg það gengur vel getur verið að hin jugmyndin fari á hilluna.
Dabby wrote:Þetta er glæsilegt kerfi hjá ykkur. mín hugmynd var bara að setja blastfötu í opið á tunnunni. Hafa net í botninum á fötunni og dæla úr tunnunni og yfir kornið í fötunni... vera þá alla meskinguna að keyra þetta eins og þið gerið til að sía.
Ég hef prófað þetta og kornið varð fljótt of þétt þannig að flæðið var orðið afar lítið, miklu hærra vatnsyfirborð í innri fötunni og hitastigið í innri fötunni fljótt orðið töluvert lægra en fyrir utan fötu.
Ég er með þriðju kynslóðina af svona fötu í fötu kerfi. Það skiptir miklu máli að flatarmál innri fötunnar sé eins mikið og hægt er. Þá verður þykkt kornbeðsins minni og rennslið í gegn um það meira. Einnig eru minni líkur á að kornbeðurinn stíflist. Bláu tunnurnar eru óheppilegar af því að þótt þær séu belgmiklar, þá er opið þröngt. Annað hvort er að finna plasttunnu með sléttum hliðum eða fara strax í ryðfrían pott eða ál.
Mér var svosem búið að detta í hug að kornið í svona fötu gæti stíflast. Mér sýnist það vera talsvert meira mál að gera vel heppnað fata í fötu kerfi en ég nenni að standa í.
Það er væntanlega minna mál að hringrása virtinum ofan á korn í poka.. auðveldara að koma honum fyrir þannig að hann stíflist ekki. Tek stefnuna líklega frekar á þá lausn þegar/ef ég fæ mér dælu.
Og mig langar í dælu, aðallega af því að mig langar meira að búa mér til counter flow chiller heldur en immersion chiller.
Það væri góð lausn að halda sér við bláu tunnuna en útbúa pall úr gataplötu sem er td. á fótum og er fyrir ofan hitöldin og heldur pokanum frá þeim. Pokinn breiðir þá úr sér og kornið er í þunnu lagi.
Ég er að vísu með hvíta 60L tunnu, en já ég hafði svosum líka hugsað um að gera svona pall til að halda pokanum frá elementunum..
Held að þannig og með dælu sem dælir ofan í pokann aftur yrði ég kominn með alla kostina sem ég hafði hugsað mér að fata í fötu kerfið gæti haft... nema kanski möguleikann á að sía virtinn í gegnum kornið.
En núna er ég allavega búinn að setja element í tunnuna og frúin búin að sauma meski poka þ.a. næsta skref er að búa til bjór... svona "grain to glass in 3 weeks" uppskrift..... Hljómar það nokkuð eins og ég sé að drepast úr óþolinmæði?