Útsölumarkaður Gunnsa

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Útsölumarkaður Gunnsa

Post by gunnarolis »

Komið öll sæl og blessuð.

Þar sem ég er að flytja úr landi hef ég ákveðið að koma í verð nokkrum hlutum. Þeir eru eftirfarandi.

Image
Agar Agar. 200gr af lab grade agar sem er keypt hjá Cynmar og 18x12gr bréf af agar sem ég fékk í Asian Takeaway market. Hef notað bæði og hafa reynst vel. Lab grade agarinn fer á ögn meira (agar er frekar dýrt) en guli agarinn er útrunninn og fer því á 1500kall allir 18 pakkarnir. Ef einhver hefur áhuga á lab grade agarnum semjum við um verð í PM.

Image
Gassprauta og gashylki til þess að tengja við kút ef þú ert á ferðalagi. Á að vera nógur þrýstingur til þess að servera bjórinn en samt fá haus. Get ekki lofað að þetta tæmi heilan kút, hef ekki prófað. Þetta er þó margnota og það er hægt með smávegis fiffi að setja í þetta venjuleg rjómasprautuhylki. Verð 3000kall. [SELT]

Image
6 petri diskar úr gleri, 10cm í díameter að mig minnir. Fara á 500kall allir saman.

Image
24 Vial fyrir slönt. Flest þeirra eru tóm, en í 4 þeirra eru tilbúin steríl slönt með lab grade agar og í hinum er steríll 1.020 virt til að steppa upp úr slöntum. Ég get líka tæmt þau ef menn vilja fá þau tóm og hrein, rekkinn fylgir með.
Ef einhver er áhugasamur og vill byrja að slanta þá semjum við um verð.

Image
pH mælir og pH test strips. Test stripin eru á frekar breiðu bili, það voru 50 í pakkanum, ég er búinn að nota sirka 2, restin fer á 500kall. pH mælirinn fer á 1500kall, það þarf sennilega að kalibrera hann uppá nýtt og hugsanlega skipta um próbuna á honum. Menn geta gúgglað brandið ef þeir eru í stuði. Hann kostaði um 6000 hingað kominn. [SELT]

Image
Tómar ónotaðar túbur undir slönt, úr plasti. Pokinn fer á 500kall.

Image
Þessi ágæti "sæfon" sem fylgdi með startkitti í ámunni á sínum tíma (fyrir daga brew.is) fæst gefins ásamt slönguklemmunni sem með honum fylgir. Ég hef alltaf átt erfitt með að átta mig á þessu apparati, en ef einhver vill það þá getur hann fengið það að kostnaðarlausu.[FARIÐ]

Image
2 inoc lúppur og 2 inoc nálar. 1 par lítillega notað og 1 par ónotað. Fer á 400kall stykkið eða 1200kall settið. [1 par selt]

Image
2 löglega fengnir sanke kútar og 1 kúpling. Kútarnir eru með D kúplingu ef ég man rétt. Verð = samningsatriði. [SELT]

Image
Gufusuðupottur úr áli, 6 lítra. Þennan pott nota ég til þess að gufusjóða slöntin, mjög góð leið þegar verið er að framleiða slönt. Hentar vel í að sótthreinsa slönt, startervirt í slöntum og startervirt í krukkum. Má einnig nota í að gufusjóða kjúkling eða annað lostæti, hefur þó bara verið notaður í brugg hingaðtil.

Image
Slantasafnið mitt ásamt sérsmíðuðum riðfríum rekka. Í safninu er slatti af gertýpum og má sjá það í þræðinum gerbankinn hvað er þarna til staðar. Ef einhver hefur áhuga á þessu þá semjum við bara um verð. Verið ófeimin að spurja.

Ef einhver hefur áhuga á að kaupa allar græjurnar sem tengjast slanti, þá skal ég búa til hressandi sértilboðspakka fyrir þann sama aðila. Slöntun er með betri leiðum til þess að halda geri lifandi til lengri tíma, gefið að þú hafir ekki aðgang að -80 frysti. Ég skal jafnvel rúlla yfir slantfræðin með mönnum þegar þeir koma og sækja ef þeir vilja glöggva sig á þessu betur.
Last edited by gunnarolis on 15. Mar 2012 22:52, edited 4 times in total.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by gunnarolis »

Hérna er linkur á gerbankann...
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by freyr_man69 »

til í að taka ph blöðinn og ph mælirinn
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by viddi »

Skal taka hjá þér lúppu og nál.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by gunnarolis »

Glæsilegt.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by Feðgar »

Hvað viltu fá fyrir allt ger og gertengt, þar með talið hrærugræjur og gler
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by gunnarolis »

Ég sendi þér PM sonur.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Slinnet
Villigerill
Posts: 1
Joined: 5. Mar 2012 01:01

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by Slinnet »

Við þiggjum sæfonið.

Kv. Steinn og Áróra
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Útsölumarkaður Gunnsa

Post by gunnarolis »

Glæsilegt.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Post Reply