Jólabjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Jólabjór

Post by sigurjon »

Sælir piltar og stúlkur.

Við Hallur geimfari vinur minn vorum að velta fyrir okkur að leggja í jólabjór. Þar sem við erum algerir aukvisar í bjórbruggun, erum við ekki með á hreinu hvernig bezt er að snúa sér í þeim efnum. Við erum báðir hrifnir af stout-bjórum og langar asskoti að leggja í einn slíkan fyrir jólin, en langar líka að prófa eitthvað annað í leiðinni (t.d. amber ale eða sambærilegt).

Spurningin er hversu lengi þarf hann að þroskast og hvaða bjór er svona ,,týpískur" jólabjór. Gaman væri að fá hugmyndir og ráðleggingar frá sem flestum.

Kv. Sjónauki
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Post by Eyvindur »

Ef þið ætlið að leggja í bjór sem þarf að eldast verulega lengi (fram að jólum) myndi ég mæla með einhverjum vel áfengum með mikinn malt karakter. Imperial Stout gæti komið vel út, eða jafnvel stór portari. Nú, eða bara Byggvín (Barleywine). Ef þið ætlið bara að gera einhvern sæmilega léttan kryddaðan jólabjór þurfið þið varla svona langan tíma, held ég. Þið gætuð íhugað að gera reyktan bjór, eða með einhverju jólalegu kryddi (kanil, vanillu eða e-ð). Ég myndi bara setjast niður og hugsa um jólin, kannski fá mér smá hangiketsbita, og sjá hvaða bragðtengingar koma upp í hausinn á ykkur. Reyna svo að láta ykkur detta í hug einhver góður bjór til að koma því bragði til skila. Þetta er svo einstaklingsbundið. Sjálfur er ég að velta fyrir mér að gera reyktan portara fyrir jólin, svolítið stærri en portarar eru vanalega (7% eða svo). En ég er ekki búinn að ákveða það ennþá. Hugsa að ég geymi það til haustsins hvort sem er.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Þakka þér fyrir Eyvindur.

Negull er alveg jólalyktin fyrir mér. Svo líka brennt greni. Veit ekki hvort það er hægt að ná því í bjór. Er hægt að bæta negli við e-a ílögn til að fá bragð? Við hvað myndi það helzt passa? Amber ale eða sambærilegt?... :geek:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Post by Eyvindur »

Hugsanlega eitthvað sætara en amber... Nema auðvitað að það sé amber í sætari kantinum. Allavega held ég að þurr bjór færi ekkert sérstaklega vel með negul... Þó er ég ekki mjög vanur að nota negul, þannig að ég veit það ekki upp á hár.

Annar kostur væri líka að gera bara einhvern góðan bjór, í sætari kantinum (lítið humlaðan), og búa til Wassail fyrir jólin. Hita bjór með negul, möndlum og hverju sem þú vilt, og búa til n.k. bjórglögg.

Greni gæti alveg verið gott í bjór. Ég þekki mann sem hefur gert bjór og notað nýja sprota af grenitrjám - hann segir að það sé æðislegt með rúgmalti. Greni-rúgöl með negul? Hljómar ekkert alveg fáránlega, sko. Held bara að aðalatriðið sé að nota grænar, nýjar greinar, þannig að það spurning hvort þú nærð þeim...

Vonandi hjálpa þessar vangaveltur eitthvað.

ps.
Negull beygist: Negull, negul, negul, neguls.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Kærar þakkir fyrir vangavelturnar og íslenzkuumvandanirnar Eyvindur. Þetta kemur vafalaust að notum þegar að því kemur.

Ég ætla að ræða þetta nánar við Hall og kannske kemur einhver annar með hugmyndir hér neðar, síðar.

Alla vega, það er gott að hafa hér mann sem er tilbúinn að skeggræða ýmsa hluti og gefa af sér við hvert tækifæri... :D
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Jólabjór

Post by andrimar »

Spurning að henda nokkrum eplum útí "secondary" ef þú ætlar að nota kanil?
Kv,
Andri Mar
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Ekki slæm hugmynd. Kanill, negull og epli hljómar vel. Jafnvel að skella grenigrein þarna ofna í líka. Það vill svo til að ég á grenitré í sveitinni hjá mömmu. Ég máski saga eina litla grein af því... :twisted:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Post by Eyvindur »

Ef þú ætlar út í epli, kanil og negul myndi ég velja einhvern mjög léttan og bragðlítinn bjór, svo þetta nái að skína í gegn. Og helst svolítið sætan. Athugaðu að ef þú setur epli út í secondary mun gerjunin fara aftur í gang, þannig að það þarf góðan tíma.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Einhverjar hugmyndir um léttan og bragðlítinn bjór? Daufan lagerbjór kannske?
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Jólabjór

Post by Eyvindur »

Ég myndi halda að lager gæti verið full þurr í þetta. Kannski létthumlað ljósöl, belgískt öl eða hveitibjór...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Jólabjór

Post by Hjalti »

Ég myndi vilja hafa svoldið mikin malt keim í svona jólabjór og miða meira við krydd eins og kanil og negul en að hafa epli.

Þannig að mikið af súkkulaði malti og caramel malti og svo frekar lítið af humlum og svo negul og kanil til að krydda alltsaman.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Góð hugmynd Hjalti! Takk fyrir þetta... :good:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjór

Post by hallur »

Sum sé amber bjór með kanil, negul, greni, epli, hangikjöti, uppstúfi, kartöflum, rauðkáli, baunum - grænum og gulum, heimagerðum jólaís, forréttarhumar, jólapappír og dass af jólakortum... Já, þetta hljómar áhugavert.

:lol:
:skal:
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
User avatar
sigurjon
Kraftagerill
Posts: 142
Joined: 9. May 2009 01:38
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Jólabjór

Post by sigurjon »

Já. Ekki má gleyma vaðstígvélunum sem ég setti út í glugga fyrir jólasveininn eitt kvöldið. :lol:
Gerjandi: Flat tire ale
Þroskandi: Mjöður
Smakkandi: Smje
Drekkandi: English bitter, hvítvín, Tripel
Hugsandi: Gerjað malt
User avatar
hallur
Kraftagerill
Posts: 56
Joined: 16. Jun 2009 09:06
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Jólabjór

Post by hallur »

Já og laufabrauð, ég steingleymdi því.
Gerjandi: ekkert
Þroskandi: ekkert
Smakkandi: ekkert
Drekkandi: lítið ... afsakið
Hugsandi: ALLT!!!
Hendandi: engu
Post Reply