Það virðist vera allskonar síður með uppskriftum en engin sem er góð eða með nægilega mörgum uppskriftum að mínu mati. Hvar eru menn að þefa uppi góðar uppskriftir, er það bara í bókum/blöðum og umræðuþráðum?
Gerandi Bruggfélag
Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red) Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
númer eitt er að mínu mati "brewing classic styles" eftir jamil. þar er uppskrift fyrir hvern stíl. ég hef notað hana í grunninn og síðan þegar maður er kominn á bragðið er flott að fara skoða ray daniels, designing great beers.
það er erfitt að fara eftir uppskriftum á netinu, nema hafa smá reynslu og vita hvað er að gerast. síðan þarf að breyta uppskriftum til að passa fyrir græjurnar þínar og þá er flott að hafa farið í gegnum bcs eftir jamil
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ég segi það sama og Kristfin. Ég nota fyrst og fremst BCS ef ég nota uppskriftir, og þá geri ég þær annað hvort eins og þær koma fyrir, eða nota þær sem grunn til að breyta. Þess utan nota ég gjarnan Brew Your Own síðuna (http://www.byo.com/), en þar eru margar sniðugar uppskriftir sem eiga að vera sæmilega traustar. En annars er það rétt hjá Kristfin að það getur verið varasamt að fara eftir hverju sem er á netinu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Fínt líka að finna þær á http://www.homebrewtalk.com slatti til þar en samt þarf maður að kafa eftir þeim, ekki snyrtilega uppsettur gagnagrunnur.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs Á Kút: Hrísgrjónalager Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Ætla að fjárfesta í þessari ágætu bók við tækifæri.
Homebrewtalk virðist góð - hef notað umræðuþræðina þar en ekki verið að skoða uppskriftirnar mikið. Rakst t.d. á þessa ágætu uppskrift að Irish Red en ég hef verið að leita að góðri slíkri uppskrift: http://www.homebrewtalk.com/f65/irish-r ... mp-141086/" onclick="window.open(this.href);return false;
Gerandi Bruggfélag
Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red) Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Mér finnst gott að fara á homebrewtalk, fara undir stíl þarna neðarlega á síðunni og velja þær uppskriftir sem hefur verið mest svarað. Það eru oftast mest notuðu og reyndustu uppskriftirnar. Ekki verra ef það eru 5 stjörnur fyrir framan fjölda Reply-a.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.