Við settum í okkar fyrsta brugg (biab), Llodys Krispy Kölsch, sl. laugardag og eins og lög og reglur segja til um fór nánast allt úrskeiðis sem hægt var að fara úrskeiðis.
Helsta vandamálið voru nokkur mistök sem við gerðum í meskingunni sem við lögum í næstu bruggun. Hinsvegar var gravity fyrir suðu 1.022 í staðin fyrir 1.034 eins og uppskriftin gerði ráð fyrir. Það var því mun minni sykur eftir í virtinum en gersamsetning var miðuð við.
Við vorum með flotger sem við vorum búin að vera með í gerstarter í c.a. 3 daga samkvæmt fyrirmælum BeerSmith 2.0 (notuðum Dortmunder ger). Daginn eftir og á mánudaginn var sæmilegt að bubblast í vatnslásnum þó það væri ekkert gríðarlega kröftugt.
Þriðjudag og miðvikudag virðist hinsvegar vera lítið í gangi, ekkert ofaná bjórnum og ekkert bubblast í vatnslásnum þó að uppskriftin segi til um að þetta eigi að vera í gerjun í 10-12 daga. Á botninum er þykkt grátt lag með vott af grænum lit.
Er þetta eðlilegt ástand eða á ég að bregðast við þessu á einhvern hátt?
Hérna er myndin af gerjunarflöskunni frá því í dag:
Kveðja,
Jói