Ger endurlífgun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Ger endurlífgun

Post by Andri »

Sælir strákar, rosalega er ég glaður :)
Ég var að lífga við ger sem ég notaði fyrir 2 mánuðum, ég sauð vatn, kældi það niður og lét á gerkökuna eftir að hafa látið bjórinn í flöskur, ég hellti svo öll klabbinu í 2 glerkrukkur og lét þær bara beint inn í ískáp. Þar er þetta búið að liggja í tvo mánuði.

Ég tók gerið úr ískápnum og lét krukkuna inn í ofn í nokkra klukkutíma vegna þess að ég vildi að gerið fengi nægann tíma til að venjast hitastiginu og ofnar eru nokkuð einangraðir. Ég ákvað svo að skella því og smá sykri í flösku og gerja það og gerjunin hófst strax eftir 30 mín

Þetta er svosum ekki langur tími en þetta sýnir að það þarf ekki að kaupa ger í hvert skipti sem þið ætlið að brugga

"Guide to making a frozen yeast bank"
http://www.homebrewtalk.com/f13/guide-m ... ank-35891/" onclick="window.open(this.href);return false;

"Yeast washing illustrated"
http://www.homebrewtalk.com/f13/yeast-w ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;

-Andri :fagun:
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Ger endurlífgun

Post by arnilong »

Já, flott hjá þér. Mér finnst einmitt mjög gaman að nýta það ger sem er í boði og nota gjarnan ger úr flöskum af gömlu heimabruggi. Verst hvað það eru fáar tegundir í boði í ríkinu sem hægt er að taka ger úr flöskum :(
:beer:
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Ger endurlífgun

Post by Andri »

jebb, og þeir fara greinilega ekki rétt með bjórana.. síðasta kippa af thule sem ég keypti var svo ógeðsleg.. eins og hún hafi staðið í sól í tvo mánuði eða eitthvað
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply