Var að tappa á apa í morgunn og ákvað að prufa að setja 1-2 humlatöflur í 4 flöskur og tappaði svo bjórnum í þær. Setti mismunandi tegundir í hverja og eina flösku. Bara smá tilraunastarfsemi en fór svo að lesa mig um þetta svona eftir á.. Miðað við það sem ég las þá virðist þetta ekki beint vera gæfuleg aðferð. Langaði bara að prófa.
Hefur einhver hérna prufað þetta, og ef svo, hversu mikið fail var þetta?
Þú ættir allavega að fá eitthvað undir tönn þegar þú drekkur bjórinn. Það sakar ekki að prófa þetta, en manni finnst oft nóg um hvað það er mikið af fljótandi efni í bjórnum þegar maður þurrhumlar, hvað þá að þurrhumla í flöskur
Menn gera þetta gjarnan með heila humla, en ég held að kögglarnir gætu orðið leiðinlegir (þú færð korg í bjórinn þinn). Samt varla ódrekkandi - bara svolítið matarmeiri en maður á að venjast.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór