Hráefniskaup, spurningar

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Dori
Villigerill
Posts: 16
Joined: 16. Jun 2009 14:17

Hráefniskaup, spurningar

Post by Dori »

Sælir Gerlar

Ég er einn af mörgum sem vilja stíga næsta skref á þróunarbrautinni og gera e-ð áhugaverðara (og bragðbetra) en hefðbundin sírópskit. Spurningin er, hvar fær maður öll nauðsynlegustu hráefnin (malt, humla, & ger)? Hvar hafið þið reynsluboltar keypt ykkar? Ef þetta er pantað að utan eru þá t.d. tollar á svona vörum? Eru fleir staðir hér heima en Áman og svo malt frá Ölvisholti þar sem hægt er fá e-ð?

-Þetta jaðrar kannski við spurningaflóð og ætti eflaust betur heima í FAQ listanum!

Hlakka til að heyra ykkar komment

kv
D
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hráefniskaup, spurningar

Post by Eyvindur »

Það eru engir aðrir staðir en Ölvisholt hérna heima þar sem þú færð korn og humla. Við höfum flestir verið að panta að utan til þessa, og væntanlega gerum við það enn eitthvað þar sem úrvalið er ansi tæmandi hjá Ölvisholti. Það eru ekki innflutningstollar á þessu, þar sem þetta flokkast sem matvæli. Bara 7% vaskur, ef mér skjátlast ekki. Flutningskostnaðurinn er hins vegar töluverður, og mér hefur sýnst í öllum tilfellum hagkvæmast að nota ShopUSA, þar sem maður greiðir þar eftir ummáli en ekki þyngd. Þá á ég við pantanir á korni og mögulega humlum ef þú pantar slatta. Ger er auðvitað mjög létt og því ekki jafn erfitt viðfangs.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Hráefniskaup, spurningar

Post by andrimar »

Við erum 2 sem erum að setja saman pöntun. Vorum að fá svar frá Valgeiri í Ölvisholti og það er e-ð lítið til eins og er en hann fær nýja sendingu eftir um 2 vikur. Þetta er kannski spurning um að fara að starta nýjum pöntunarþræði
Kv,
Andri Mar
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Hráefniskaup, spurningar

Post by nIceguy »

Sæll ég hef pantað mikið frá brygladen í Danmörku....en ég er líka búsettur þar. Veit samt að þeir senda heim til Íslands spurningin er bara hvað það kostar. Þeir eru amk mjög snarir í snúning og senda fljótt af stað pantanir.

http://www.brygladen.dk" onclick="window.open(this.href);return false;
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hráefniskaup, spurningar

Post by Eyvindur »

Gengið á dönsku krónunni er samt mjög óhagstætt. Pund og dalur hafa hækkað mun minna, þannig að það gæti verið að verðin séu hagstæðari í USA og UK... Án þess að ég hafi kannað það sérstaklega.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
nIceguy
Kraftagerill
Posts: 117
Joined: 12. May 2009 05:23
Location: Århus Danmark
Contact:

Re: Hráefniskaup, spurningar

Post by nIceguy »

Það er vissulega rétt, helvítis gengið :(
Bjórnörd med meiru.
Eftirfarandi sanna mál mitt:
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - Bjór á Íslandi
http://www.bjorbok.net" onclick="window.open(this.href);return false; - bjórsíðan mín
http://www.bjorbok.net/nicebrew.htm" onclick="window.open(this.href);return false; - bruggsíðan mín
Post Reply