Sælir, er að fara að dry hoppa í kringum 15.Júl og vantar álit á hop-pokum
Er ekki í lagi að taka bara sokkabuxur og klippa þær til og sjóða, skella hops í og setja í primary ?
Er með Coopers Real Ale búið að vera í primary í 10 daga, ætla svo að dry hoppa í 2 vikur (total ca 30 dagar) og setja í flöskur og láta þær sitja í 10 daga.
(Fiskidagsbjórinn hérna sko!)
P.S Ætla að nota Citra og Amarillo humla, 2 oz af hverju, hafa menn reynslu af þessum humlum ?
Citra - Ég las af tilraunum með þessum humlum og mér skildist af miklum humlahaus að þessir humlar eru frábærir. Þeir eru í anda C humlanna, en með sína sér takta.
Amarillo - Frábærir humlar. Amarillo er ansi sterkur í Úlfi frá Borg, ég mæli með að þú prófir hann til að fá keiminn.
Ég myndi nota nýja sótthrenisaða taubleyju frekar en sokkabuxur.
Ef þú ætlar að nota sokkabuxurnar, þá mæli ég með því að þú klippir þær til, látir þær liggja í klór, skolir þær mjög vel og sótthreinsir þær svo áður en þú notar þær í bjórinn þinn.
Ég væri ekki að hafa áhyggjur af því að sjóða til að drepa allt, heldur hefði ég áhyggjur ef það væru einhver aukaefni (eins og litur) utan á nylon efninu.
Annars dugar oftast að sjóða til að drepa sýkingar.
Sokkabuxur eru litaðar, og þú vilt áreiðanlega ekki fá litarefnin út í bjórinn þinn. Ef þú sýður þær hefði ég samt haldið að þú ættir að vera þokkalega öruggur. Spurning um að sjóða tvisvar og skola vel á milli?
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
væri ekki einfaldara að búa bara til poka úr efninu úr rúmfatalagernum sem menn hafa verið að búa til biab poka úr. Þá væri hægt að nota hann sem humlapoka í suðu seinna