Pokar fyrir humla

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Pokar fyrir humla

Post by Gvarimoto »

Sælir, er að fara að dry hoppa í kringum 15.Júl og vantar álit á hop-pokum

Er ekki í lagi að taka bara sokkabuxur og klippa þær til og sjóða, skella hops í og setja í primary ?

Er með Coopers Real Ale búið að vera í primary í 10 daga, ætla svo að dry hoppa í 2 vikur (total ca 30 dagar) og setja í flöskur og láta þær sitja í 10 daga.
(Fiskidagsbjórinn hérna sko!)

P.S Ætla að nota Citra og Amarillo humla, 2 oz af hverju, hafa menn reynslu af þessum humlum ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pokar fyrir humla

Post by sigurdur »

Citra - Ég las af tilraunum með þessum humlum og mér skildist af miklum humlahaus að þessir humlar eru frábærir. Þeir eru í anda C humlanna, en með sína sér takta.
Amarillo - Frábærir humlar. Amarillo er ansi sterkur í Úlfi frá Borg, ég mæli með að þú prófir hann til að fá keiminn.

Ég myndi nota nýja sótthrenisaða taubleyju frekar en sokkabuxur.
Ef þú ætlar að nota sokkabuxurnar, þá mæli ég með því að þú klippir þær til, látir þær liggja í klór, skolir þær mjög vel og sótthreinsir þær svo áður en þú notar þær í bjórinn þinn.

Gangi þér vel.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Pokar fyrir humla

Post by Gvarimoto »

Takk, er ekki nóg að sjóða sokkabuxurnar bara í 20min eða svo fyrir notkun ? (það drepur allt)
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pokar fyrir humla

Post by sigurdur »

Ég væri ekki að hafa áhyggjur af því að sjóða til að drepa allt, heldur hefði ég áhyggjur ef það væru einhver aukaefni (eins og litur) utan á nylon efninu.
Annars dugar oftast að sjóða til að drepa sýkingar.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pokar fyrir humla

Post by Idle »

Sokkabuxur eru litaðar, og þú vilt áreiðanlega ekki fá litarefnin út í bjórinn þinn. Ef þú sýður þær hefði ég samt haldið að þú ættir að vera þokkalega öruggur. Spurning um að sjóða tvisvar og skola vel á milli?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Pokar fyrir humla

Post by Örvar »

væri ekki einfaldara að búa bara til poka úr efninu úr rúmfatalagernum sem menn hafa verið að búa til biab poka úr. Þá væri hægt að nota hann sem humlapoka í suðu seinna
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Pokar fyrir humla

Post by Gvarimoto »

Vitiði hvað ég þarf þá að byðja um ef ég fer í rúmfó ?

P.s er ekki hægt að henda humlunum bara beint útí primary ? verð ég að hafa þennan poka ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Pokar fyrir humla

Post by helgibelgi »

Gvarimoto wrote:Vitiði hvað ég þarf þá að byðja um ef ég fer í rúmfó ?
Farðu í rúmfatalagerinn og biddu um nælon-efni. Það lítur svona gult/rjómalitað út. Það er líka mjög þægilegt að þvo það í venjulegri þvottavél.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Pokar fyrir humla

Post by hrafnkell »

Ég hendi humlunum bara beint útí þegar ég er að þurrhumla :)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pokar fyrir humla

Post by sigurdur »

Gvarimoto wrote:Vitiði hvað ég þarf þá að byðja um ef ég fer í rúmfó ?

P.s er ekki hægt að henda humlunum bara beint útí primary ? verð ég að hafa þennan poka ?
Ég man ekki hvað efnið heitir, en ef þú nefnir gardínuefni í metravís og finnur hvít/gulleitt efni með fínum möskva þá er það efnið.

Humlarnir mega fara beint út í primary, það er ekkert að því.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Pokar fyrir humla

Post by Gvarimoto »

hendi þeim þá bara beint útí ;)

Takk fyrir svörin !
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply