Ég er ekki alveg að skilja spurningarnar hjá þér.
Gerjanlegar sykrur koma úr korninu.
Þú þarft um 5 kg af korni fyrir 5% af 23L, en það fer eftir meskinýtni hjá þér.
Ég mæli með að þú reddir þér stærri pott, því að nota 7L pott getur gefið þér 5L. Mér þykir ansi ólíklegt að þú náir að útbúa þykkni fyrir 23L og 5kg af korni í svona litlum potti. Ef þú hefur áhuga á svona þykknipælingum, þá mæli ég með
MaxiBIAB tækninni eftir Ralph á BIABrewer.info. Þú getur keypt þér 19L pott með loki á ~15 þúsund hjá Fastus í Síðumúla.
Ef þú ert staðráðinn í að nota þennan 7L pott, þá mæli ég með að þú miðir á 5L (eða mögulega 10L með maxi-BIAB tækninni).