er að spá

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
freyr_man69
Kraftagerill
Posts: 57
Joined: 27. Apr 2011 03:04

er að spá

Post by freyr_man69 »

ég er að spá að gera all grain en get eg bara soðið 7 litra og svo bætt við vatn fyrir restina ?
og þarf ég ekkert að láta brugg sykur fyrir all grain eða kemur sykur úr kornonum ?
og hversu mörg kg af korn þarf eg fyrir svona 5%alc bjor í svona 23l ?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: er að spá

Post by sigurdur »

Ég er ekki alveg að skilja spurningarnar hjá þér.

Gerjanlegar sykrur koma úr korninu.
Þú þarft um 5 kg af korni fyrir 5% af 23L, en það fer eftir meskinýtni hjá þér.

Ég mæli með að þú reddir þér stærri pott, því að nota 7L pott getur gefið þér 5L. Mér þykir ansi ólíklegt að þú náir að útbúa þykkni fyrir 23L og 5kg af korni í svona litlum potti. Ef þú hefur áhuga á svona þykknipælingum, þá mæli ég með MaxiBIAB tækninni eftir Ralph á BIABrewer.info. Þú getur keypt þér 19L pott með loki á ~15 þúsund hjá Fastus í Síðumúla.

Ef þú ert staðráðinn í að nota þennan 7L pott, þá mæli ég með að þú miðir á 5L (eða mögulega 10L með maxi-BIAB tækninni).
Post Reply