Best að halda áfram með söguna. En mér tókst að klára þetta og koma græjunni í gang. Fór með þetta heim og allir svaka spenntir , ég dróg pabba með mér og litla systir mín líklega alveg jafn spennt og ég

. Ég stakk græjunni í samband og viti menn jú auðvitað slóg ég út öllu húsinu, á þeim tíma púnkti héllt ég að ég mundi þurfa að endurskoða tengingar en nei ég prófaði aftur og sleppti jörðinni og þá fór þetta allt í ganga

, (jörðin var teingt inn í boxið, út strax aftur og í pottinn), Það er möguleiki að elementið leiði eða eitthvað slíkt.
Ég þurfti reyndar að fara eftir leiðbeiningum og velja réttan hitanema og þá byrjaði pid controllerinn að gera einhverja hluti og mæla hita sem hefur reyndar ekki verið staðfestur því ég hef verið fyrir sunnan þetta er allt fyrir norðan. Ég setti samt vel heitt vatn í pottinn.
Héllt hita vel um 68- 70°C gráðum. Ég á eftir að smíða mér lok og einangra pottinn þannig að það tók svoldin tíma að ná í 100°C
Þetta gékk ágætlega , er alveg ánægður með þetta hjá mér miðað við hvað ég kunni ekkert í þessu fyrst

... En það er vandamál með kælingu á SSR. Ál platan sem ég setti sem á að kæla SSR er að dreifa hitanum vel greinilega því hún hitnar all svakalega og örugglega of mikið. Ég gat varla snert hana nema í 2-3 sek.
Þannig að daginn eftir fór ég og setti aðra ál plötu þannig að núna er þetta tvöfalt. Það skánaði aðeins en það þarf að láta reyna á það betur. Ég klúðraði svoldið mikið á þeim degi , ég var semsagt búinn að vera færa pottinn framm og til baka þann dag þegar ég var að gera nýja ál hitaplötu. Síðan þegar ég kom heim þá bara stakk ég í samband án þess að kíkja undir pottinn þar sem vírarnir lágu saman og það slóg út en þá bara í einu lekaliða ekki öllu húsinu en eftir það þá hitaði græjan en hún stoppaði ekki við eitthvað áhveðið hitastig. Ég komst svo að því að ég skemmti SSRið með því að stinga í samband þegar vírarnir lágu saman. Ekki nógu sniðugt hjá mér og algjör klaufaskapur.
Ég skipti um SSR og þá gékk þetta alveg 100%.
Ég held svo áfram að segja frá hvernig þetta mun þróast hjá mér ..
kv. Marteinn