Sælir Félagar.
Nú er aðalfundi nýlega lokið og það þýðir að ný stjórn hefur tekið við. Ég vil byrja á því fyrir hönd nýju stjórnarinnar að þakka þeirri síðustu fyrir vel unnin störf. Þeir Arnar, Siggi og Úlfar stóðu sig með stakri príði og héldu félagsmönnum uppteknum með viðburðum af ýmsu tagi. Þar ber hæst að nefna kútapartý, tvær bruggkeppnir og heimsókn í Borg brugghús.
Nýja stjórnin samanstendur af þremur mönnum eins og sú síðasta gerði.
Formaður er Halldór Ægir Halldórsson
Gjaldkeri er sem fyrr Úlfar Linnet og
Ritari er Gunnar Óli Sölvason
Þar sem það er komið nýtt félagsár þarf að greiða félagsgjöld fyrir nýja árið, og geta menn gert það alveg eins og fyrir síðasta ár. Það er þráður um hvernig félagsgjöldin skulu greidd hérna á síðunni. Ég er ekki kominn með nýsamþykkt lög í hendurnar, en ég held að félagsgjöldin séu óbreytt frá fyrra ári. Þeir sem greiddu félagsgjöldin rétt fyrir nýtt félagsár verða hugsanlega meðhöndlaðir sérstaklega, það á eftir að taka ákvörðun um það, svo örvæntið ekki.
Starf félagsins verður áfram með hefðbundnu sniði og munum við félagarnir reyna að halda áfram með velheppnaða viðburði síðasta árs og hver veit nema einhverju verði bætt við. Það er því óhætt að segja að menn séu að fá nóg fyrir félagsgjöldin sín, og hvet ég alla til að gerast fullgildir meðlimir.
Eins og Sigurður var búinn að skrifa í öðrum þræði hefur eigandi Vínkjallarans lýst yfir áhuga á að taka inn aðra pöntun frá Brouwland, og munu koma frekari upplýsingar um það þegar þær liggja betur fyrir.
En þá vil ég bara enda á að þakka fráfarandi stjórn aftur fyrir sín störf.
Kv Gunnar.