Hugmyndin er mjög einföld, opna router, tæta innvolsið úr og brjóta allt sem er fyrir viftunni, líma segla á viftu, setja viftu í routerhúsið og loka "routerinum".
Hér má sjá keiluflösku, spennugjafa, gömlu hræriplötuna (vinstri) og SpeedSpinner plötuna mína.
Gamall ósnertur router við hliðina á nýja SpeedSpinner'inum mínum.
Hér er SpeedSpinner'inn með hringiðu í gangi
Það sem ég passaði mig mest á var að stilla seglana. Það tekur alveg helling af trial-and-error til að stilla þessa elskulegu segla. Mér finnst best að nota hræriprikið á meðan ég er að stilla af.