SpeedTouch ==> SpeedSpinner

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

SpeedTouch ==> SpeedSpinner

Post by sigurdur »

Ég á svo mikið af gömlum routerum hjá mér, að mér datt í hug að það væri sniðugt að breyta einum í segulhræriplötu (stirplate).

Hugmyndin er mjög einföld, opna router, tæta innvolsið úr og brjóta allt sem er fyrir viftunni, líma segla á viftu, setja viftu í routerhúsið og loka "routerinum".

Hér má sjá keiluflösku, spennugjafa, gömlu hræriplötuna (vinstri) og SpeedSpinner plötuna mína.
Image

Gamall ósnertur router við hliðina á nýja SpeedSpinner'inum mínum.
Image

Hér er SpeedSpinner'inn með hringiðu í gangi
Image

Það sem ég passaði mig mest á var að stilla seglana. Það tekur alveg helling af trial-and-error til að stilla þessa elskulegu segla. Mér finnst best að nota hræriprikið á meðan ég er að stilla af.
danieljokuls
Villigerill
Posts: 19
Joined: 13. Apr 2011 17:29

Re: SpeedTouch ==> SpeedSpinner

Post by danieljokuls »

sælir, lítur vel út,
En fyrir okkur sem erum að byrja í þessu, hverju eru þið að reyna að ná með því að vera að hræra?
eða með öðrum orðum. Hvað ertu að gera með þessu tæki?
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: SpeedTouch ==> SpeedSpinner

Post by atax1c »

Þegar starter-ar eru gerðir, þá hjálpar gífurlega að halda hreyfingu á gerinu, þú endar með miklu meira ger ef að það fær stöðugan aðgang að súrefni.
Post Reply