Element úr kötlum vs rafvörur?

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gylfisig
Villigerill
Posts: 9
Joined: 3. Mar 2011 18:23

Element úr kötlum vs rafvörur?

Post by gylfisig »

Sælir.

Við félagarnir ætlum að að fara að smíða okkur suðupott. Voð höfum áður verið að nota 30L suðutunnu með tveimur elementum úr hraðsuðukötlum og allt hefur gengið þokkalega.
(reyndar þá kom einhver svartur blettur á annað þeirra og það hætti að virka en ég held að það hafi verið útaf slæmri umgengni)
Allavega við erum að velja á milli þess að kaupa Element frá Rafvörum ( http://www.rafvorur.is" onclick="window.open(this.href);return false; ) eða þá að kaupa marga hraðsuðu katla og nota elementin úr þeim.
Rafvörur eru töluvert dýrari heldur en hin aðferðin. Í hverju felst þessu verðmunur? Er ekki öll element eins eða mjög svipuð? Eru Rafvöruelemntin endingameiri?

Ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta þá er ykkur velkomið að deila þeim með mér.

Takk kærlega
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Element úr kötlum vs rafvörur?

Post by Feðgar »

Sælir félagar.

Við feðgarnir höfum komist að því að við þurfum að passa upp á yfirborðshitann.

Við notuðum 4 hraðsuðukatla element, eitt þeirra var töluvert stærra en hin 3.

Við lentum í því að virtin brann við á minni elementunum og þurftum við því að hella bjór, synd og skömm það.

Þessi litlu rúmfatalagers element eru 26w per cm2

Með því að raðtengja tvö og tvö saman fengum við 6.5 w/cm2 en það brann samt á þeim.

Núna ætlum við að prófa tvö stór 2. kw sérsmíðuð element sem eru ekki nema 2.8 w/cm2 frá rafhitum í hafnarfyrði.

Það dugar vonandi til þess að stjórna hitanum og ná suðu án þess að það brenni við.

Við teljum að hugsanlega sé pilsner kornið viðkvæmara við því að brenna, við höfum allavegana ekki lent í þessu veseni með all pale malt bjór.

Ef það á að líta á kostnaðinn þá höfum við í raun verslað 3 element sem við munum ekki nota og bruggað 4 laganir sem við ætlum eða erum búnir að hella því við erum ekki sáttir við þær, það er hellings peningur í því, einnig erum við núna að smíða tunnu númer tvö því fyrsta tunnan var orðin útgötuð og hentaði ekki lengur til þess sem við ætlum okkur.

Gangi ykkur sem allra best og hlakka til að sjá smíðina ykkar.

Bestu kv.
Feðgar
Post Reply