Sælir.
Við félagarnir ætlum að að fara að smíða okkur suðupott. Voð höfum áður verið að nota 30L suðutunnu með tveimur elementum úr hraðsuðukötlum og allt hefur gengið þokkalega.
(reyndar þá kom einhver svartur blettur á annað þeirra og það hætti að virka en ég held að það hafi verið útaf slæmri umgengni)
Allavega við erum að velja á milli þess að kaupa Element frá Rafvörum ( http://www.rafvorur.is" onclick="window.open(this.href);return false; ) eða þá að kaupa marga hraðsuðu katla og nota elementin úr þeim.
Rafvörur eru töluvert dýrari heldur en hin aðferðin. Í hverju felst þessu verðmunur? Er ekki öll element eins eða mjög svipuð? Eru Rafvöruelemntin endingameiri?
Ef þið hafið einhverja hugmynd um þetta þá er ykkur velkomið að deila þeim með mér.
Takk kærlega