Eins og ég skil lögin þá er ólöglegt að brugga bjór ef alcohol magn hans meira en magnið í "pilsnerum" sem seldir eru útí búð. Ég geri mér grein fyrir því að sala á heimabrugguðum bjór er eflaust litin alvarlegri augum heldur en heimabrugg til einkaneyslu. Þó vissulega sömu lög gildi um sölu og einkaneyslu.
Nú spyr ég ykkur. Vitið þið til þess að einhver hafi verið "böstaður" við heimabrugg til einkaneyslu og ef svo er vitið þið hvernig það mál endaði?
Fjallað er um viðurlög í VII. kafla áfengislaga, í 1. málslið 1. mgr. 27. gr. segir orðrétt: "Brot gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að sex árum."
Það liggur þó ekki fangelsisrefsing við heimabruggun til einkaneyslu:
í 3. mgr. sömu gr. kemur fram að framleiðsla áfengis án leyfis varðar fangelsi auk sektar ef áfengið hefur verið ætlað til sölu eða veitinga fyrir borgun og brot er margítrekað eða að öðru leyti stórfellt. Ef áfengið er ekki ætlað til sölu og brot er hvorki margítrekað né stórfellt leiðir gagnályktun frá þessu ákvæði til þess við slíku broti liggja bara sektir, ekki fangelsisrefsing.
Hver væri sektin?
Skv. 2. mgr. 27. gr. á að hafa hliðsjón af lögbundnu áfengisgjaldi við ákvörðun sektar.
28. gr. heimilar svo upptöku á áhöldum og heimagerðu áfengi.