Mig langaði að heyra aðeins í mönnum um það hvenær er heppilegast að setja bjórinn á kúta.
Eru flestir að taka seinni gerjun og setja svo á kúta eða beint í kúta eftir gerjun og taka svo botnfallið bara út með fyrsta glasinu ?
Ég tók seinni gerjun í fyrsta skipti og setti svo á kútinn en fór svo að spá í því hvort það væri alveg eins gott að setja bara beint á kút ...