Sælir fágarar
Ég á 33L pott frá fastus og ég er búinn að gera BIAB poka.
Svo um daginn keypti ég mér STABIL hlíf frá Ikea til að setja í
botninn á pottinum svo pokinn sé fjær honum. Þá fór ég að hugsa hvernig
hlífin ætti að standa.
Þá datt mér í hug að fara í byko til að kaupa
4 skrúfur, 4 rær og 8 skinnur. Þetta er allt úr galvaniseruðum málmi.
Er það allt í lagi?
Hef nefnilega lesið frá sumum að það sá blátt bann og aðrir segja það sé í lagi.