ég nota bara beersmith, set upp uppskriftina, fer í preview brewsheet og sé hvað beersmith vill nota mikið vatn og nota það magn.
þegar þú ert búinn að gera þetta nokkrum sinnum færðu tilfinningu fyrir því hvort þú minnkar vatnið um 5-10%, þar sem það verður ekki eins mikið tap á vökva í korninu þar sem þú hengir pokann til þerris fyrir ofan fötuna þegar þú ert að ná upp suðunni.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Ég setti rétt í þessu 33,5L af vatni og 5,6Kg af korni saman við það og endaði með 28L af vatni fyrir suðu eða ~1L pr Kg korn (hengdi pokann upp í smá stund til að láta síga úr honum). Ég hef nú bara rúllað þessu gegnum Beersmith samt án þess að leiða hugann sterklega að þessu. Finnst nú samt ég hafi heyrð að einhverjir séu kræfari í að kreista út dropana en þetta er amk stærðargráðan.