Goðan daginn eg er nýr herna a spjallinu datt a þessa frábæru siðu þegar eg var að googla eitthvað,
en eg er með nokkrar spurningar.
hvort er betra að hafa suðuketilinn úr jarni,kopar,stali og hafa gashitara með eld undir kútnum eða þá að hafa plast ílát og setja suðuketils hitara i botnin á plastílatinu eins og eitthver herna gerði og syndi myndir af þvi sá aðili var með 3 suðuketla og tok þa i sundur og moddaði hitarann sjalfan i plast fötu,
hvort af þessu er æskilegra? öll svör vel þegin,
og kannski að bæta einni spurningu herna inni þótt það se ekki retti staðurinn en ef mig langar til að búa til t.d. Eplasnaffs sem er sirka 17-22% alcohol þarf maður þa að gera Gambra og eima það og blanda þvi svo við eittverskonar eppla djus eða eitthvað? utaf eg er buinn að heyra margskonar sögur af þessu, eg veit að það ma ekki tala um eimingar herna a þessu spjalli en mig vantar bara að vita þetta eina utaf ef það þarf að eima þa nenni eg ekki að gera eplasnafs.
Riðfrítt stál er líklega best uppá þrifin. Þá er einnig best ef að hitagjafinn er í botninum en ekki inn í pottinum sjálfum uppá að það brenni síður við og betra er að þrífa og slíkt. Þetta er samt klárlega langdýrast, vilji maður sjóða í 25lítra lögn (ca 30lítrar í suðu = 35 lítra pottur að lágmarki)
Eplasnafs er líkjör blandaður með vodka eða öðru slíku en hægt er að búa til eplavín sem er ekki eins sterkt í áfengi, en það er líka annar drykkur...
takk fyrir svörin en ein spurning i viðbot hvort er betra að vera með svona gashitara sem gefur fra sér eld eða rafmagnshellu? og myndi 30L bjórkutur ekki duga fyrir 25 litra lögn?
Þrjátíu lítrar væru mjög tæpir, því maður er vanalega að sjá lágmark 5 lítra uppgufun í klukkutíma suðu, og það borgar sig að vera með pott sem er allavega 5 lítrum stærri en vökvinn við upphaf suðu, því annars er ansi hætt við subbuskap.
Svo má benda á að nýtingin á orkunni er best ef hitald er í pottinum. Þá er maður að fá því sem næst 100% nýtingu á rafmagninu, en á hellu er það sennilega nær 50% (hef ekki hugmynd).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
ja takk kærlega fyrir svörin ef eitthver er að selja suðupott 35 litra eða stærra þa ma hafa samband við mig mjög mikil ahugi vill helst ur málm /stal kopar al