Felliefni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Felliefni

Post by addi31 »

Fann engann póst sem fjallar um þetta svo ég spyr hér.

Hvernig fer það með bjórinn eftir gerjun að setja felliefni eins og er notað í víngerð? Í staðin fyrir Cold Crash og Gelatín td.

http://www.vinkjallarinn.is/xodus_produ ... &SubCat=58

Einhver prufað þetta?

kv. Andrés
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Felliefni

Post by sigurdur »

Ég hef ekki prófað þetta.
Ef þú ætlar að nota þetta, þá muntu trúlega drepa gerið þitt, sem þýðir að þú þarft að bæta við geri ef þú ætlar að fá kolsýru í flöskum (og þú notar ekki kútasystem).
Ég veit ekki hvaða efni eru í þessu, en ég tel það vænlegast að halda sig frá þessu í bjórgerð þar sem að þetta er ætlað til að nota í eitthvað sem verður eimað (öll aukaefni verða skilin eftir).

Góður bjór tekur sinn tíma, ekki reyna að flýta fyrir ferlinu um of.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Felliefni

Post by anton »

Það eru til allskonar efni til að "laga" bjórinn. En til þess að vita hvað á að laga þarf maður mælitæki og prófanir á því hvað virkar best fyrir lögunina. Ég held að slík efni séu mestmegnis miðuð að stóru brugghúsunum, þar sem það þarf kannski að "laga" eitthvað
Post Reply