Ég er búinn að vera að föndra við að skrifa skjal sem er gert í þeim tilgangi að nýgræðlingar geti byrjað að brugga bjór úr korni með BIAB aðferðinni. Hugmyndin er að byrjandi geti gert fyrsta bjórinn sinn með ekkert nema tækin og þetta skjal við höndina, án fyrri kunnáttu eða reynslu á bjórgerð. Þess vegna eru sumir hlutir einfaldaðir og ekki verið að útskýra endilega allt - Maður getur kynnt sér hlutina betur þegar maður er búinn að prófa að brugga nokkrum sinnum. Einnig miða sumir hlutir við áhöld og hráefni sem er til eða verður til hjá mér (brew.is), en það ætti einnig að vera lítið mál að notfæra sér þessar leiðbeiningar ef maður hefur smíðað græjurnar sjálfur.
Skjalið má nálgast hér:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég fékk sigurdur og OliI til þess að lesa skjalið yfir (TAKK!), þannig að þetta er vonandi sæmilega nothæft. Einnig notaði ég frænda minn sem tilraunadýr og lét hann brugga eftir þessu skjali, og það virðist hafa tekist án mikilla hörmunga.
Þið megið þið gjarnan láta mig vita ef þið sjáið eitthvað sérstakt sem stingur í augun, er ekki rétt, mætti betur fara eða vantar.