Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.is)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.is)

Post by hrafnkell »

Ég er búinn að vera að föndra við að skrifa skjal sem er gert í þeim tilgangi að nýgræðlingar geti byrjað að brugga bjór úr korni með BIAB aðferðinni. Hugmyndin er að byrjandi geti gert fyrsta bjórinn sinn með ekkert nema tækin og þetta skjal við höndina, án fyrri kunnáttu eða reynslu á bjórgerð. Þess vegna eru sumir hlutir einfaldaðir og ekki verið að útskýra endilega allt - Maður getur kynnt sér hlutina betur þegar maður er búinn að prófa að brugga nokkrum sinnum. Einnig miða sumir hlutir við áhöld og hráefni sem er til eða verður til hjá mér (brew.is), en það ætti einnig að vera lítið mál að notfæra sér þessar leiðbeiningar ef maður hefur smíðað græjurnar sjálfur.

Skjalið má nálgast hér:
http://www.brew.is/files/BIAB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég fékk sigurdur og OliI til þess að lesa skjalið yfir (TAKK!), þannig að þetta er vonandi sæmilega nothæft. Einnig notaði ég frænda minn sem tilraunadýr og lét hann brugga eftir þessu skjali, og það virðist hafa tekist án mikilla hörmunga.

Þið megið þið gjarnan láta mig vita ef þið sjáið eitthvað sérstakt sem stingur í augun, er ekki rétt, mætti betur fara eða vantar.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by kristfin »

2.1) + korninu er hrært út í vatnið þar til það er kekkjalaust
2.2) + þegar hitinn er kominn í 67 gráður, er tunnunni lokað og teppi eða svefnpoki notaður til aðhalda hitanum í henni

3) afhverju að hræra?

4) (ef verið er að nota pott með hitöldum, lyfta pottinum svo hann brenni ekki)

9.1 setjið 3dl af soðnu vatni, svona 25-35° heitt, í hreina skál og stráið þurrgerinu yfir. setjið álpappír yfir og látið bíða í 15 mínútur
9.2 Þegar viritinn er kominn í gerjunafötu, lokið fötunni og setjið ofaná fótbolta, hristið fötuna hraustlega í 5 mínútur tila ð fá súrefni í virtinn, en það er betra fyrir gerið.
9.2 hellið gerinu ofaní fötuna með virtinum.


en heilt yfir er þetta flott skjal hjá þér. en, endilega bæta við myndum
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by hrafnkell »

Ég þarf að redda myndum í þetta, það kemur fljótlega, líklega næst þegar ég brugga bara. Ég ákvað að sleppa rehydration til að hafa þetta einfalt. Það er venjulega ekki nauðsynlegt heldur.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by Sleipnir »

Ég veit að það munu vakna spurningar varðandi sykur fyrir eftirgerjunina.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by hrafnkell »

Sleipnir wrote:Ég veit að það munu vakna spurningar varðandi sykur fyrir eftirgerjunina.

Eitthvað sem kemur ekki fram í átöppunarkaflanum?

Til þess að bjórinn verði kolsýrður þarf maður að setja sykur í bjórinn rétt áður en hann fer á flöskur. Mikilvægt er að magnið af sykri sé sem réttast, of mikið af sykri og þá er hætt við því að flöskurnar springi og of lítið af sykri og þá verður bjórinn flatur. Ágætt er að miða við uþb 6.6 grömm af sykri per lítra. Þannig að ef þú ert með 20 lítra af bjór þá þarf 6.6 sinnum 20 = 132 grömm af sykri til að kolsýra bjórinn.
Sykurinn er fyrst leystur upp í 2-5dl af sjóðandi heitu vatni, settur í tóma, sótthreinsaða fötu og bjórnum svo fleytt yfir sykurinn. Að lokum er bjórinn settur á flöskur.
Last edited by hrafnkell on 13. Dec 2010 19:01, edited 1 time in total.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by Sleipnir »

Ehh sorry las þetta of hratt yfir, en þetta er flott hjá þér.
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by Braumeister »

Rak augun í að þetta eru leiðbeiningar fyrir No Chill. Það væri ekki vitlaust að hækka suðutímann upp í 90 mín.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
addi31
Villigerill
Posts: 36
Joined: 2. Dec 2010 22:49

Re: Fyrsti AG bjórinn þinn - Ítarlegar leiðbeiningar (brew.i

Post by addi31 »

Flottar leiðbeiningar.
Post Reply