Fyrsta lögun.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Sælir allir.
Fyrsti póstur hjá mér.
Ég tel mig vera búinn að fara í gegnum flesta póstana á síðunni og finnst vanta uppskrift að fyrstu lögun einhv.konar kickin uppskrift þ.e.a.s. einföld sem fær mann til að kynnast tækjum og efnum. Hún er kannski þarna þó ég hafi ekki fundið hana. Fann reyndar á einum vef sem ég held að megi kalla ágætis byrjun:
http://www.howtobrew.com/section1/chapter1-1.html" onclick="window.open(this.href);return false;
eða hvað finnst ykkur.
Er ekki alveg ókunnugur framleiðslu og búinn að taka þennan pakka frá eiming, víngerð(rautt, hvítt, rifsber) o.s.frv. að dós úr bjór frá ámunni sem var ekki að virka. Planið er núna að gera einsog þið og taka þetta af alvöru.
Ein spurning til hvers er "meskjunar manifold" notað?

Kv.
S.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Ef þú ert með malt-extract þá gætir þú prófað eftirfarandi:
2 dósir malt extract í 28 lítra suðu
Fuggles humla eftirfarandi
25 gr 60 mín
25 gr 20 mín
25 gr 5 mín

~11 grömm af ölgeri

Þessi uppskrift á að vera svona nokkuð örugg myndi ég telja.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fyrsta lögun.

Post by gunnarolis »

Meski "manifold" eða pípulagnagrein er rörið sem liggur í botninum á meskikerinu þínu.
Það eru til mismunandi útfærslur af þessu, margir nota klósettbarka, aðrir bora/saga í koparrör.
Allt hefur þetta sama tilganginn, það er að sía virtinn út úr kornbeðinu án þess að fá mikið af korni með.

Ef þú áttar þig ekki á lýsingunni þá geturðu kíkt á Heimasmíði hlutann hér á spjallinu, þar er efsti pósturinn þegar þetta er skrifað einmitt með myndum af svona "manifoldi".

En hvað varðar uppskrift til að byrja á, þá er eðlilegt að byrja kannski á einföldum APA (American pale ale), eða uppskriftinni hans Sigga hérna að ofan.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Ok svo þetta er einhverskonar sía þegar til að skilja hratið frá?

En varðandi ofangreinda uppskrift.
Malt úr dós semsagt engin suða?
Humlar soðnir og blandað við vatn, malt og ger.
Gerjað við 18c lokið við 1,010.
Sykur og átöppun

Efni frábrew.is
Þarf að hraðkæla humlana eftir suðu?

Kv.
S.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by hrafnkell »

Ef þú ætlar að nota hráefni frá mér þá þarftu að sjóða... Það er þó lítið mál, og hægt að gera fyrir svona 10þús í startkostnað.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Malt úr dós .. SUÐA!!
Það er til óhumlað malt í dós frá t.d. vínkjallaranum eða ámunni.
Ég sá í ámunni að dósin kostar um 5 þúsund, þannig að það yrði strax 10 þúsund.
Þú færð mögulega humlana í vínkjallaranum en ekki ámunni að mér vitandi.
Brew.is selur korn, humla og ger.

Ef þú ætlar að nota korn þá er um að gera að redda sér suðupotti (hægt að búa til ódýran pott úr hdpe/PP plasttunnu og hraðsuðukatla hitöldum) ódýrt, svo bara búa til kornpoka fyrir brew-in-a-bag.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Já sá verðið í ámunni, fannst það svona í dýrari kantinum treysti ekki gæðum frá þeim nema í turbogeri og kolum. Er í djúpum pælingum og dundari svo ég reikna með að taka hráefni af brew, sjóða og reyna að gera þetta from scratch, en samt einfalda uppskrift, er með bílskúr og heitt og kalt vatn.
Eitt í viðbót meskitími, hvað á hann að vera langur?

Takk fyrir upplýsingarnar.
Kv.
S.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

60 mínútur oftast í meskingu, en stundum lengur.

Ég mæli með brew-in-a-bag meskiaðferðinni :beer:
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

sigurdur wrote:60 mínútur oftast í meskingu, en stundum lengur.

Ég mæli með brew-in-a-bag meskiaðferðinni :beer:
Þá þarf maður ekki þetta manifold eða hvað?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fyrsta lögun.

Post by gunnarolis »

Nei þá þarftu ekki manifoldið. En ég mæli síður með því að þú sjóðir gerið með eins og þú varst að spurja um ofar. Ég mundi frekar setja það í gerjunartunnuna þegar þú ert búinn að kæla virtinn niður í ~18°C.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Sjá: http://www.biabrewer.info/viewtopic.php?f=25&t=194" onclick="window.open(this.href);return false;

Nei, þá þarftu einmitt ekki manifold, meskitunnu, heitavatnstunnu, o.s.frv. Einungis einn poka gerðan úr polýester / Nylon efni (voile) og suðupottinn þinn. Efnið kallast stundum gardínuefni.

Ég er a.m.k. byrjaður að nota þessa aðferð og þykir hún mun skemmtilegri heldur en hin aðferðin (suðutunna, meskiker og heitavatnstunna).
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Já .. og góður punktur hjá gunnari hér að ofan, ekki sjóða gerið.
Gerið deyr í meiri hita en 37°C (ef ég man rétt).
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Sælinú.

Setti í hálfa lögun APA.
3kg. korn PaleAle
Vatn 12,5 bætti 1ltr. við til að mæta rýrnun.
Ég sauð kornið í einhverju bulli frá 55-75c í 1klst.
humlar 3x14gr. 60, 30 og5min.
1050OG

Setti kornið í grisju fyrir suðu, svona svipuð og hægt er að kaupa til að bóna bíla með. Mér fannst hún virka vel í suðunni, en mér fannst mikið groms koma með þegar ég hellti yfir á gerjunarkút. Ég skolaði han og kreysti til að fá það mesta úr.
Ég kíkti á löginn eftir viku á kút og smakkaði. Hann er ennþá gruggugur en mér finnst líklegt að það lagist, bragð var ágætt miðað við þennan tíma, trúlega ekki fullgerjaður og hann var eðlilega flatur.
Nú spyr ég: er verra ef það kemur mikið groms með svona uppá seinni tíma bragðgæði að gera?

Kv.
S.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Það fer oft eftir því hvaða gums er um að ræða, en ég myndi ekki vera mikið að spá í því endilega alveg strax.
Ef þú vilt fræða þig betur um ferlið, þá mæli ég með að kaupa "How to brew" til að byrja með.
Maddi
Villigerill
Posts: 38
Joined: 4. Oct 2010 12:53

Re: Fyrsta lögun.

Post by Maddi »

Án þess að stela þræðinum hans of mikið, þá langaði mig að skjóta inní einni spurningu...
Hversu "síður" er pokinn ykkar?
Er með svona 60l tunnu úr Saltkaupum með 3 hitaelementum. Það sem var að vefjast fyrir mér var það hvort þið væruð með það síðan poka að hann liggi á elementunum? Til þess þá að geta hrært í öllu dótinu.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Ja ég var að spá í að setja grind fyrir ofan elementin, ekki öruggur með að pokana liggja á elementunum.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Pokinn minn er uþb 1,5m á hæð og ég nota hann í 60 lítra tunnu.

Þumalputtareglan er sú að þú þarft að geta komið pottinum í pokann sem þú ætlar að nota.
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

F.G.

Post by Sleipnir »

Sælir.

15dagar síðan ég setti í þennan mælirinn sýnir 1008, er það ekki bara príma og tilbúið á flöskur? Hef ekki náð að spæna í gegnum þessa vitneskju en einhversstaðar sá ég að þetta ætti að fara í <1006 meðan annarsstaðar er talað um 1010-1015.

Kv.
Sigurður
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by hrafnkell »

FG fer eftir meskihitastigi og geri. Ef Það er stopp 1-2 daga í röð þá geturðu smellt bjórnum á flöskur
Sleipnir
Kraftagerill
Posts: 58
Joined: 8. Nov 2010 20:25

Re: Fyrsta lögun.

Post by Sleipnir »

Setti flöskurnar strax eftir átöppun í kæli. Er það kannski vitleysa með tilliti til hversu fljótt maður vill fá gos í hann þ.e.a.s. minni virkni í lægra hitasstigi? Opnaði einn í dag smá gos en hann er enn full flatur þetta er 7dögum eftir átöppun.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by hrafnkell »

Það borgar sig að hafa þær fyrir utan kælinn fyrstu vikuna til 10 dagana eftir átöppun. Annars getur það tekið margar vikur eða jafnvel mánuði að fá fullt gos í bjórinn. Ölger sofnar að mestu leyti í kuldanum og maður gæti meiraðsegja þurft að taka flöskurnar úr kæli til að klára gerjunina. Það er kannski bara óþolinmæði í mér, en ég vil fá gosið í bjórinn minn sem fyrst :)
Last edited by hrafnkell on 19. Dec 2010 19:45, edited 1 time in total.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta lögun.

Post by Idle »

Þó engin breyting sé á SG í tvo sólarhringa í röð, þá gef ég mínum bjórum að öllu jöfnu a. m. k. viku til viðbótar. Bæði gefur það gerlunum færi á að laga aðeins betur til eftir sig, sem og minnkar líkurnar enn meira á flöskusprengjum (nokkuð sem ég hef aldrei kynnst). En hver dæmir fyrir sig, að sjálfsögðu. :)

Eftir að ölið er komið á flöskur, þá kýs ég að halda því við stofuhita, eða því sem næst (18 til 22°C) í a. m. k. 10 sólarhringa eftir átöppun. Þá er gerið mjög virkt og skóflar í sig viðbótarsykrinum af áfergju. Ef hann er geymdur í kæli, þá leggst gerið snarlega í dvala og hreyfir sig ekki fyrr en hlýna tekur á ný.

Flest ölger vinnur ekki vinnuna sína undir 15 til 16°C. Jafnvel lagerger fer að sofa ef hitastigið fellur of lágt. Þá verður ekkert um sykur átveislur og kolsýruprump hjá greyjunum.

Góða skemmtun og gott gengi! :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta lögun.

Post by sigurdur »

Mín reynsla er sú að það taki gerið 3 vikur fyrir gerið að klára gerjunina í flösku m.v. ~20°C geymslu. Það er bæði magn kolsýru og bragðgæðin sem batna á þessum tíma.
User avatar
flang3r
Villigerill
Posts: 26
Joined: 20. Aug 2010 22:16

Re: F.G.

Post by flang3r »

Sleipnir wrote:Sælir.

15dagar síðan ég setti í þennan mælirinn sýnir 1008, er það ekki bara príma og tilbúið á flöskur? Hef ekki náð að spæna í gegnum þessa vitneskju en einhversstaðar sá ég að þetta ætti að fara í <1006 meðan annarsstaðar er talað um 1010-1015.

Kv.
Sigurður
Ef ég man rétt þá stendur á sykurflotvoginni minni að bjórinn mætti ekki fara niður fyrir 1006 því annars myndu flöskurnar gefa sig.
Ég veit ekkert hvort það er rétt samt :?
Á flöskum: APA
Í gerjun: Ekkert :(
Næsta uppskrift: Hugsanlega Stout eða Porter
Gerjað: APA, Brown Ale
AG Bjór alls: 86 lítrar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: F.G.

Post by sigurdur »

flang3r wrote:Ef ég man rétt þá stendur á sykurflotvoginni minni að bjórinn mætti ekki fara niður fyrir 1006 því annars myndu flöskurnar gefa sig.
Ég veit ekkert hvort það er rétt samt :?
Það er ekki satt.

Það sem hefur áhrif á hvort að flöskur gefi sig eða ekki eru tveir hlutir:
1. Ástand flöskunnar.
Ef glerið er orðið veikt fyrir einhverja ástæðu (hiti/álag/óhöpp) þá getur það ekki haldið eins vel jafn miklum þrýsting án þess að gefa sig.
2. Þrýstings í flöskunni.
"Venjulegar flöskur" þola ekki jafn mikinn þrýsting og þykkari flöskur (kampavínsflöskur, belgískar flöskur f. tripel o.fl., belgískar korkflöskur). Þumalputtareglan hjá mörgum hefur verið sú að fara ekki yfir 3 loftrými (atmospheres, ~44psi) í venjulegum flöskum, en hinar flöskurnar tel ég þola allan þann þrýsting sem við munum leggja á þær.

Magn kolsýru/þrýstings í flöskunni er hægt að reikna út ef maður stjórnar hversu mikið af gerjanlegum sykrum maður bætir við vökvann eftir að gerjun klárast (að fullu), rétt áður en maður setur bjórinn á flöskur. Ég hef notað http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false; til að reikna út magn sykurs til að bæta við vökvann. **


** Þetta á einungis við ef bætt er kolsýru með lítilli aukagerjun.
Post Reply