flang3r wrote:Ef ég man rétt þá stendur á sykurflotvoginni minni að bjórinn mætti ekki fara niður fyrir 1006 því annars myndu flöskurnar gefa sig.
Ég veit ekkert hvort það er rétt samt

Það er ekki satt.
Það sem hefur áhrif á hvort að flöskur gefi sig eða ekki eru tveir hlutir:
1. Ástand flöskunnar.
Ef glerið er orðið veikt fyrir einhverja ástæðu (hiti/álag/óhöpp) þá getur það ekki haldið eins vel jafn miklum þrýsting án þess að gefa sig.
2. Þrýstings í flöskunni.
"Venjulegar flöskur" þola ekki jafn mikinn þrýsting og þykkari flöskur (kampavínsflöskur, belgískar flöskur f. tripel o.fl., belgískar korkflöskur). Þumalputtareglan hjá mörgum hefur verið sú að fara ekki yfir 3 loftrými (atmospheres, ~44psi) í venjulegum flöskum, en hinar flöskurnar tel ég þola allan þann þrýsting sem við munum leggja á þær.
Magn kolsýru/þrýstings í flöskunni er hægt að reikna út ef maður stjórnar hversu mikið af gerjanlegum sykrum maður bætir við vökvann eftir að gerjun klárast (að fullu), rétt áður en maður setur bjórinn á flöskur. Ég hef notað
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false; til að reikna út magn sykurs til að bæta við vökvann. **
** Þetta á einungis við ef bætt er kolsýru með lítilli aukagerjun.