Það er mjög góð grein um þetta á homebrewtalk.com.
http://www.homebrewtalk.com/f163/yeast- ... ted-41768/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég geri þetta svona. Ég keypti krukkur í IKEA, eina 1 líters og 4 með svona grolsch style smellu loki. Ég sýð þetta síðan allt í potti í sirka 25 mínútur til að sótthreinsa ásamt pastatöng og "turkey baster".
Það sem suðan gerir er að losa súrefnið úr vatninu og sótthreinsa búnaðinn. Súrefnissnautt vatn þýðir að gerið verður dasað og fer að sofa.
Ég kæli síðan allt sem er í pottinum, helli úr líters krukkunni ofan á gerkökuna, hræri öllu upp og helli til baka í sömu krukku. Þá fellur gerið í þrjú lög. Humladrulla á botninum, fallegt ljósbrúnt ger í miðjunni og dautt dökkt ger efst. Síðan nota ég basterinn til þess að soga heilbrigða gerið í litlu krukkurnar fjórar.
Þetta hefur svínvirkað hjá mér, og ég hef haft gerið í ísskáp í 6 mánuði með þessu móti. Ef krukkurnar eru glærar geturðu líka fylgst með hversu heilbrigt gerið er. Ef það er eins og hnetusmjör á litinn, þá er það í lagi. Ef það fer að dökkna er það farið að slappast.
Endilega lestu í gegnum homebrewtalk þráðinn, hann sýnir þetta enn betur heldur en þetta hundavað hjá mér. En IMHO þá mundi ég ekki nota þetta sull sem er á þessari mynd, kalt mat.