Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Úr 'Radical brewing'. Set reyndar 2 x púðursykur í stað melassa. Púðursykur og hunang fer í secondary.
Gekk ekkert æðislega að meskja...engin alvörutregða samt. Las ábendingu í 'How to brew' að gott sé að sjóða grautarhaframjöl í ríkulegu vatni áður en það fer með korninu í meskingu...hefði kannski átt að lesa það áður en ég fór af stað!
Hvað um það, þetta lítur ljómandi vel út og er komið í skápinn við 17°C.
Datt í jólagírinn og setti ögn af engifer og kanil í lok suðu.
Type: All Grain
Date: 23.10.2010
Batch Size: 23.00 L
Brewer: Ólafur Arnar Ingólfsson
Boil Size: 34 L Asst Brewer: Palli
Boil Time: 120 min
Brewhouse Efficiency: 76.00
Ingredients
2.70 kg Pale Malt (2 Row) Bel (3.0 SRM) Grain 55.33 %
1.60 kg Wheat Malt, Bel (2.0 SRM) Grain 32.79 %
0.35 kg Oatmeal (1.0 SRM) Grain 7.17 %
1.00 tsp Cinnamon (Boil 5.0 min) Misc
1.00 tsp Ginger (Boil 5.0 min) Misc
0.15 kg Brown Sugar, Dark (50.0 SRM) Sugar 3.07 %
0.08 kg Honey (1.0 SRM) Sugar 1.64 %
17.00 gm Centennial [10.80 %] (120 min) Hops 23.1 IBU
15.00 gm Hallertauer Hersbrucker [3.00 %] (30 min) Hops 4.0 IBU
15.00 gm Saaz [4.00 %] (5 min) Hops 1.4 IBU
15.00 gm Hallertauer Hersbrucker [3.00 %] (5 min) Hops 1.0 IBU
Yeast: Safale S04 (kaka úr síðustu bruggun).
Est Original Gravity: 1.051 SG
Measured Original Gravity: 1.048 SG
Est Final Gravity: 1.013 SG
Estimated Alcohol by Vol: 4.91 %
Bitterness: 29.5 IBU Calories: 452 cal/l
Est Color: 5.7 SRM Color
Double Infusion, Light Body Step Time Name Description Step Temp
30 min Protein Rest Add 9.00 L of water at 59.0 C 53.0 C
60 min Saccrification Add 5.00 L of water at 97.1 C 67.0 C
Tjah - ég smakkaði virtinn og hann er nokkuð ljúfur með mildu piparkökubragði. En svo á púðurskykurinn og hunangið eftir að bætast við. Ég sé fyrir mér í hillingum ljósan skýjaðan hálfgildings hveitibjór og held að kryddið passi vel við sætuna - en verð að viðurkenna að ég renn svolítið blint í sjóinn.
En hvað heldur þú? Er þetta full-radical?
Mitt mat er það að þú er ekki of radical fyrr en þú skiptir öllu base maltinu út fyrir goji ber úr himalaya fjöllunum.
Ég hef bara séð svo mikið af uppskriftum af jóla-krydduðum bjór sem mun dekkri og jafnvel áfengari bjór, skemmtilegt að sjá því umturnað svolítið. Ennþá skemmtilegra að sjá tilraunina og fá að heyra um útkomuna.
Þú verður að leyfa okkur að fylgjast með hvernig þessi bjór þroskast.
OliI wrote:Tjah - ég smakkaði virtinn og hann er nokkuð ljúfur með mildu piparkökubragði. En svo á púðurskykurinn og hunangið eftir að bætast við. Ég sé fyrir mér í hillingum ljósan skýjaðan hálfgildings hveitibjór og held að kryddið passi vel við sætuna - en verð að viðurkenna að ég renn svolítið blint í sjóinn.
En hvað heldur þú? Er þetta full-radical?
já það verður áhugavert að smakka þennan. Ef þú hefur sett nógu lítið af kryddinu ætti þetta að vera fínt. Þessi bjór er það ljós að hann þolir ekki mikið af kryddviðbótum og gæti það því orðið ansi ráðandi ef magnið er of mikið, að mínu mati