
Flaskan er ekki sérstaklega aðlaðandi en innihaldið þeim mun betra. Þessi stóð hiklaust upp úr í ferðinni. Glæsilegur Cascade og Chinook bragðvöndur, ferskur, léttleikandi og ljós. Mikið kolsýrður sem á fullkomlega við í þessu tilviki og leysir humlabragðið úr læðingi í nefi og munni. Ég var virkilega sáttur við þennan bjór og það er ekki bara af því að ég er með bitter á heilanum
