mér áskotnaðist 150l stáltunna fyrir nokkru. skipti henni í 2 hluta, 65+85, og notaði 65 lítra partinn fyrir gerjunartankatankinn.
síðast þegar ég var í ameríku þá pikkaði ég upp nokkra PID controllera, notaða að sjálsögðu, frá EBAY.
þessi PID er með 2 relay, ekki ssr, og kann að hita og kæla. ég stilli úttak 1 sem hitara og úttak 2 sem kælir.

tunnan er með 1" suðumúffu sem heldur utan um element sem ég hirti úr hitatúbu sem brosti framan í mig hjá sorpu. einnig er 1/2" suðumúffa, neðst í hliðinni, þar sem segulloki stýrir vatnsinnflæði í tankinn. síðan er 1/2" suðumúffa efst sem affall.

segullokinn og elementið.
NB: þetta var prufukeyrslan, það á eftir að ganga frá elementinu.

með þessu apparati, þá get ég haldið hitastiginu við gerjunina alveg stöðugu frá 9-28°C. hingað til hef ég verið með pilsnerinn við 10 gráður í skúrnum og ölið í kjallaranum við 20 gráður.
þegar svo nýju 50l græjurnar verða komnar í gagnið, innan nokkurra daga, þá verður fyrsti bjórinn kölsh, sem verður gerjaður við 16 gráður.