Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Sælir,
Mig vantar svona keg eins og strákarnir hjá coke nota.
Ef einhver lumar á svona þá er eg allur að vilja gerður að kaupa hann.
Þetta er náttúrulega til sölu um allt á netinu en er ekki asnalegt að panta kút að utan fullan af lofti
Það getur verið erfitt að redda sér svona kút hér á landi. Þeir sem að eiga þetta (sérstaklega í fágun) halda mjög vel utan um þetta.
Það tekur líklegast styttri tíma að kaupa þetta beint að utan, en vonandi á einhver kút handa þér.
Menn eiga til að hamstra þetta, þannig að þeir sem eiga þetta hér munu líklega halda fast í sína.
Athugaðu líka áður en þú ferð út í að verða þér úti um kúta að kanna hver kostnaðurinn verður í allt. Ég hef forðast að reikna allt saman hjá mér, en þrátt fyrir að ég hafi fengið kútana mjög ódýrt telst mér til að ég hafi borgað hátt í 100.000 fyrir allt saman. Bara að þú gerir ekki sömu mistök og ég - reiknaðu allt saman áður en þú gerir nokkuð.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór