Stebbi wrote:Ég var alltaf með þann miskilning í hausnum að það mætti brugga en ekki sjóða(eima). Þannig að mörkin lægju einhverstaðar undir 20% ABV hjá flestum. Ef að 2.25% eru mörkin þá er manni næst að spyrja hvernig í ósköpunum hefur Áman, Vínkjallarinn og þeir sem seldu hér áður víngerðarefni komist upp með það og hvaða einstaka umburðuarlindi er það hjá lögregluni að sleppa heimabruggurum en djöflast í þeim sem vilja fá sér í vörina eða nefið?
Þeir selja víngerðarefni og búnað.
II kafli, 7 gr. wrote:Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, nema hafa til þess sérstakt leyfi.
Ef þeir seldu áfengi (án tilskylds leyfis) eða búnað til að eima áfengi, yrðu þeir væntanlega teknir á beinið.
Ég veit ekki betur en hér á landi sé hægt að kaupa neftóbak, "ruddann" sem margir taka einnig í vörina. Lögreglan "djöflast" í þeim sem eima áfengi og selja án leyfis. Ef þeir ættu að eltast við alla smábófana sem stela pakka af Tópas eða rauðu epli úr Bónus, eða halda skrá yfir þá sem kaupa víngerðarefni (eða einfaldlega sykur og brauðger í næstu matvöruverslun) fara heim til þeirra og mæla vínandamagnið... Tja, lögreglan myndi líklega ekki gera neitt annað, eins fáliðuð og hún er.
Löggjöfinni er sárlega ábótavant. Vonandi mun okkur Fágunarfélögum lukkast að hafa áhrif á hana til betri vegar.
