Lögin

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
XX3
Villigerill
Posts: 1
Joined: 10. Jul 2010 15:12

Lögin

Post by XX3 »

Hvað er löglegt að brugga sterkt áfengi heima hjá sér?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Lögin

Post by Classic »

2,25%
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lögin

Post by Idle »

Rétt hjá Classic. Læt þó fylgja vísun í áfengislögin til frekari glöggvunar. :)

Áfengislög (1998 nr. 75 15. júní)
I kafli. 2 gr. wrote:Samkvæmt lögum þessum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Lögin

Post by Stebbi »

Ég var alltaf með þann miskilning í hausnum að það mætti brugga en ekki sjóða(eima). Þannig að mörkin lægju einhverstaðar undir 20% ABV hjá flestum. Ef að 2.25% eru mörkin þá er manni næst að spyrja hvernig í ósköpunum hefur Áman, Vínkjallarinn og þeir sem seldu hér áður víngerðarefni komist upp með það og hvaða einstaka umburðuarlindi er það hjá lögregluni að sleppa heimabruggurum en djöflast í þeim sem vilja fá sér í vörina eða nefið?
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lögin

Post by Idle »

Stebbi wrote:Ég var alltaf með þann miskilning í hausnum að það mætti brugga en ekki sjóða(eima). Þannig að mörkin lægju einhverstaðar undir 20% ABV hjá flestum. Ef að 2.25% eru mörkin þá er manni næst að spyrja hvernig í ósköpunum hefur Áman, Vínkjallarinn og þeir sem seldu hér áður víngerðarefni komist upp með það og hvaða einstaka umburðuarlindi er það hjá lögregluni að sleppa heimabruggurum en djöflast í þeim sem vilja fá sér í vörina eða nefið?
Þeir selja víngerðarefni og búnað.
II kafli, 7 gr. wrote:Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, nema hafa til þess sérstakt leyfi.
Ef þeir seldu áfengi (án tilskylds leyfis) eða búnað til að eima áfengi, yrðu þeir væntanlega teknir á beinið.

Ég veit ekki betur en hér á landi sé hægt að kaupa neftóbak, "ruddann" sem margir taka einnig í vörina. Lögreglan "djöflast" í þeim sem eima áfengi og selja án leyfis. Ef þeir ættu að eltast við alla smábófana sem stela pakka af Tópas eða rauðu epli úr Bónus, eða halda skrá yfir þá sem kaupa víngerðarefni (eða einfaldlega sykur og brauðger í næstu matvöruverslun) fara heim til þeirra og mæla vínandamagnið... Tja, lögreglan myndi líklega ekki gera neitt annað, eins fáliðuð og hún er.

Löggjöfinni er sárlega ábótavant. Vonandi mun okkur Fágunarfélögum lukkast að hafa áhrif á hana til betri vegar. :fagun:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Lögin

Post by Stebbi »

Idle wrote:Löggjöfinni er sárlega ábótavant. Vonandi mun okkur Fágunarfélögum lukkast að hafa áhrif á hana til betri vegar. :fagun:
Það ætla ég að vona að takist, annars þarf ég að komast á þing og laga þessi mál. En þetta er samt undarlegt að í öll þessi ár sem víngerðarefni hafa verið seld sem mér reiknast lauslega að séu tæp 30 ár, að aldrei hafi verið haldið uppi þeim áróðri að þetta sé bannað og maður sé vondi kallinn ef maður bruggar og borgar ekki skattinn. Ég vona bara að löggæslan og þeir sem að þessu koma séu með sama misskilning í hausnum og ég var með. Þá er hægt að sigla undir radar um ókomin ár þangað til að einhver vinstri beljan sem er á móti öllu ákveður að fara í stríð við okkur.

En þetta með neftóbakið er efni í annan póst á einhverju öðru spjallborði og lyktar af tvískinnungshætti og hræsni þeirra sem fara með löggjöfina. Gott dæmi um hvernig 'haltu mér slepptu mér' aðferðin kemur illa niður á okkur neytendum.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Lögin

Post by Classic »

Þetta er nú svo sem ekki í fyrsta skipti á þessum 30+ árum sem vinstri menn eru við stjórn, svo maður hefur litlar áhyggjur, jafnvel þótt þeir virðist hafa meiri áhuga á strippstöðum og ljósabekkjum en að bjarga heimilunum...

En nóg af pólitík. Við komumst upp með þetta á meðan við erum ekki að eima eða selja, sem er fínt =)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Lögin

Post by dax »

Eða bara gera eins og ég: gera bara léttbjór í eða undir 2.25%
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Lögin

Post by hrafnkell »

Namminamm, létt-stout.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Lögin

Post by kristfin »

ég er alltaf að lenda í því að léttbjórinn minn frýs og ég þarf að hella ofanaf klakanum :beer:
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Lögin

Post by Andri »

Já það getur orðið helvíti kalt og napurt hérna, stundum fer hann langt yfir löglegu 2.25 prósentin sem ég miða alltaf við.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Berglind
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Aug 2010 11:09

Re: Lögin

Post by Berglind »

það má brugga allt að 15% eða hef ég verið að miskilja??

http://www.althingi.is/skodalid.php?lth ... 115T190422" onclick="window.open(this.href);return false;
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Lögin

Post by aki »

Þessi breyting á áfengislögunum sem þingmennirnir stungu upp á er enn stödd hjá allsherjarnefnd alþingis sýnist mér.
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
Berglind
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Aug 2010 11:09

Re: Lögin

Post by Berglind »

Atkvæðagreiðsla
Alþingi 132. löggjafarþing. 22. fundur. Atkvæðagreiðsla 33756
50. mál. áfengislög
(framleiðsla innlendra léttvína)
Þskj. 50.
16.11.2005 12:47
Samþykkt

Atkvæði féllu þannig: Já 50, nei 0, greiddu ekki atkv. 0
fjarvist 3, fjarverandi 10
Berglind
Villigerill
Posts: 4
Joined: 2. Aug 2010 11:09

Re: Lögin

Post by Berglind »

Er ég að miskilja eitthvað??
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Lögin

Post by Idle »

Ferli málsins var frumvarp, umræður, atkvæðagreiðslur, allsherjarnefnd.
12:47-12:47 (33756) Frv. vísað til 2. umr. Samþykkt: 50 já, 13 fjarstaddir.
12:47-12:47 (33757) yfirlýsing. Frv. vísað til allshn.
Er til umfjöllunar í allsherjarnefnd síðan 21.11.2005
Frumvarpið hefur ekki verið samþykkt enn, og er líklega gleymt og grafið í skúffum allsherjarnefndar. Ágætt frumvarp, en ég hefði þó viljað sjá breytingu á því áður en það yrði afgreitt. Að óbreyttu mætti aðeins framleiða áfengi úr innlendum hráefnum. :(
Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. og 2. mgr. 6. gr. skal heimilt að framleiða án leyfis vín úr innlendum berjum, ávöxtum eða jurtum til eigin neyslu sem í eru að rúmmáli minna en 15% af hreinum vínanda.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: Lögin

Post by Stebbi »

Gaman væri að vita afhverju þeir enduðu á 15% en ekki 20-21%, liggja ekki annars þolmörk Turbo-gersins annars við 20%. Ætli þeir hafi farið í vettvangsferð í ÁTVR og fundið sterkasta rauðvínið í hillunum þann daginn og látið það duga sem viðmið?

Maður hefði haldið að heilbrigðast og sanngjarnast gagnvart þeim sem stunda þetta að leyfa alla gerjun það sem hún nær bara ákveðnum hæðum í ABV.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Lögin

Post by Eyvindur »

Ég myndi sætta mig við að það yrði leyft að brugga allt áfengi, að því gefnu að það væri ekki eimað og að það væri gert úr heilu hráefni (berjum, korni, ávöxtum) en ekki tilbúnum hráefnum eða hreinum sykri. Þannig væri ekki lögð blessun yfir gambra, lögin myndu ekki samþykkja rónabrugg, en menningarleg bjór- og víngerð væri leyfð.

Eða bara að leyfa allt upp að 15%, sama hvernig það er gert, að því gefnu að það sé til einkanota.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply