Fékk í gær sérstök tilraunaglös til þess að rækta gerla í. Tapparnir eru t.d með 2 stillingum eftir því hvort ég vilji rækta loftháð eða óloftháð. Allavega í augnablikinu þá er planið að "rækta" upp gerlanna í tilraunaglösunum með þau stillt þannig að þeir geti losað co2 út að vild og frysta þá svo í glycerine lausn. Allt þetta sótthreinsa ég í joðórfór.
Allavega þá var ég að velta því fyrir mér hvort einhver viti hvort gerlarnir verði latir af malt extract. Og svo hvenær haldiði að besti tímapunkturinn til að frysta væri. Má ekki staðfastlega gera ráð fyrir að styrkleiki þeirra sé hæðstur þegar næring er mest (þeas eftir að þeir hafa gírað sig upp fyrir partíið). Allavega þá er planið að krassa partíið og frysta þegar það stendur yfir sem hæðst