60 lítra suðutunna úr plasti

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Idle »

Nú loks er komið að mér að útbúa mér fullorðins suðugræjur. Eftir að hafa prófað tunnuna hans Bjössa verður ekki aftur snúið.

Fór í Saltkaup og keypti 60 lítra plasttunnu (4.000 kr.) og eina 30 lítra (3.000 kr.) sem ég mun líklega bara nota sem gerjunartunnu til að byrja með. E. t. v. set ég hitöld í hana síðar og nota til að hita vatn í meskinguna.

Í Rúmfatalagernum fékk ég þrjá 2200W hraðsuðukatla á 2.490 kr. stykkið. Þetta er sama apparatið og víðast hvar, fyrir utan nokkrar asnalegar skrúfur og tengið er eilítið öðruvísi. Þeir nota stjörnuskrúfur, fyrir utan tvær eða þrjár sem eru fyrir eitthvað þríhyrnt. Ég notaði lítið flatt skrúfjárn og Torx T-04 til T-06 á þær.
Elementin eru skráð 1850W til 2200W miðað við 220V til 240V. Í fullkomnum heimi útleggst það sem 9,1A straumur á fullum afköstum.

Í Bónus fékk ég þrjú 350 ml. Lock&Lock box sem ég mun setja utan um draslið utan á tunnunni. Vatnsþétt og fínt. Konan keypti þau fyrir mig, svo ég veit ekki nákvæmlega hversu mikið þau kosta - þó innan við 300 kr. boxið.

38 mm. Bosch hringsög (dósabor) og Hurricane stýringu fékk ég í Byko á 1.990 og 1.432 kr. Í fyrstu sá ég aðeins stýringar á 6.000 kr. og dýrari, en afgreiðslumaður var svo vænn að benda mér á ódýrari kost.
Á sama tíma keypti ég 10 metra af 3x1.00q tækjasnúru (3.293 kr.), þrjár rafmagnsklær með jörð (727 kr) og 10 stk. 0,5-1,5 gataskó (766 kr.). Mæli með að kaupa straumkapal annarsstaðar vegna verðlagningar. Ef þið eigið rafvirkja að vin, þá fá þeir oftast góðan afslátt í heildsölum. Hámarksstraumur á 1mm2 kapli eru 16A, svo það á ekki að vera vandamál. Sá sem ég keypti er H05VV-F (harmonized, 300/500V, PVC efni, fine wire (flexible)), þriggja kjarna. Þess má geta að kaplarnir sem áfastir voru kötlunum eru aðeins 0,75mm2, sem er algjört lágmark, og alls ekki mælt með notkun þeirra í þessum tilgangi.

Efniskostnaðurinn er því kominn upp í um 17.000 kr - örlítið dýrara en 22 lítra stálpotturinn sem ég keypti í Fastus í fyrra.

Ætla að reyna að muna eftir að taka myndir og setja hér inn.

Uppfært: Örlitlar viðbótarupplýsingar um straumútreikninga og kapla.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Bjössi »

Flott, endilega sýndu myndir
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Idle »

Þetta mjakast áfram. Hef engar myndir tekið enn, enda engin eldflaugavísindi að baki gatagerðar með hringsög. Komst þó að því að 38mm voru of lítið. Gatið á katlinum var 40mm, svo ég hef klárað þetta með þjöl og 150P sandpappír.

Á festingunum fyrir elementin eru þunnar, hringlaga málmskífur í snertingu við elementið (þunnt, hvítt, hitaleiðandi efni á milli) sem þenjast út við hita, og slökkva sjálfkrafa á elementinu þegar suðu er náð. Þetta þarf að fjarlægja fyrir þennan tilgang, þ. e. klukkutíma langa suðu og jafnvel lengri.

Tek líklega einhverjar myndir eftir vinnu í dag/kvöld og smelli hér inn til útskýringar.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Idle »

Engar myndir enn, en tunnan sem slík er tilbúin. atax1c gerði smíðinni mun betri skil í þessum þræði en ég hefði mögulega nennt. Tunnan mín er áþekk þeirri, nema ég hef enn ekki gengið frá þéttingum eða hlífðarkössum utan um þann hluta elementanna sem snýr út. Framtaksleysi og leti, ekkert annað. ;)

Raunar er ég á grafgötum með fráganginn; Dettur einhverjum eitthvað betra í hug en límbyssa og plastbox utan um það sem liggur utan á tunnunni?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by kalli »

Idle wrote:Engar myndir enn, en tunnan sem slík er tilbúin. atax1c gerði smíðinni mun betri skil í þessum þræði en ég hefði mögulega nennt. Tunnan mín er áþekk þeirri, nema ég hef enn ekki gengið frá þéttingum eða hlífðarkössum utan um þann hluta elementanna sem snýr út. Framtaksleysi og leti, ekkert annað. ;)

Raunar er ég á grafgötum með fráganginn; Dettur einhverjum eitthvað betra í hug en límbyssa og plastbox utan um það sem liggur utan á tunnunni?
Ég reyndi sjálfur límbyssu og get ekki mælt með því. Límið verður mjög lint við hitann í suðunni og byrjar jafnvel að renna. Ég gataði nestisboxin með sama dósabor og ég gataði tunnuna með og klemmdi boxin milli elements og tunnu. Mig vantar enn góða lausn á að festa snúrurnar. Þær eru lausar og þvælast fyrir.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Idle »

kalli wrote:
Idle wrote:Engar myndir enn, en tunnan sem slík er tilbúin. atax1c gerði smíðinni mun betri skil í þessum þræði en ég hefði mögulega nennt. Tunnan mín er áþekk þeirri, nema ég hef enn ekki gengið frá þéttingum eða hlífðarkössum utan um þann hluta elementanna sem snýr út. Framtaksleysi og leti, ekkert annað. ;)

Raunar er ég á grafgötum með fráganginn; Dettur einhverjum eitthvað betra í hug en límbyssa og plastbox utan um það sem liggur utan á tunnunni?
Ég reyndi sjálfur límbyssu og get ekki mælt með því. Límið verður mjög lint við hitann í suðunni og byrjar jafnvel að renna. Ég gataði nestisboxin með sama dósabor og ég gataði tunnuna með og klemmdi boxin milli elements og tunnu. Mig vantar enn góða lausn á að festa snúrurnar. Þær eru lausar og þvælast fyrir.
Ég ætlaði að gata nestisboxin á sama hátt og klemma á milli, en hætti við vegna ótta við að þetta yrði nógu þétt. Snúrurnar gerði ég einfaldlega upp, og er með rennilykkju á öðru tunnuhaldinu sem ég hengi þær í (þar til mér dettur eitthvað betra í hug).
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Stebbi
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 22. Apr 2010 20:45
Location: Hafnarfjörður

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Stebbi »

Idle wrote:Hámarksstraumur á 1mm2 kapli eru 16A, svo það á ekki að vera vandamál.
Hámarksstraumur á 1.0q snúru eru 10A, hún sleppur alveg við 2200w en volgnar sjálfsagt aðeins ef það á að keyra þetta í klukkutíma.

Eru engin göt á bakinu á elementunum til að skrúfa í, eitthvað sem var notað til að festa hlífina yfir rofan á hraðsuðukatlinum. Ef það er eitthvað svoleiðis þá mætti hvolfa nestisboxinu yfir og festa í gegnum botnin á því til að fá þetta snertifrítt. Annars væri hægt að nota gatagirði undir skrúfu á elementinu, beygja það síðan til hliðana og skrúfa í boxið.
Í gerjun: ekkert eins og er
Í hugsanaferli: Brúnöl og Irish Stout
Á flöskum: Port 'au Palmer
Bruggað: ca. 202L
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by smar »

Idle wrote:Engar myndir enn, en tunnan sem slík er tilbúin. atax1c gerði smíðinni mun betri skil í þessum þræði en ég hefði mögulega nennt. Tunnan mín er áþekk þeirri, nema ég hef enn ekki gengið frá þéttingum eða hlífðarkössum utan um þann hluta elementanna sem snýr út. Framtaksleysi og leti, ekkert annað. ;)

Raunar er ég á grafgötum með fráganginn; Dettur einhverjum eitthvað betra í hug en límbyssa og plastbox utan um það sem liggur utan á tunnunni?

Það ætti ekki að vera mikið mál að sjóða festingar utan á tunnuna þannig að einhverskonar lok geti verið skrúfað fast við þetta.

Veit nú ekki hvaða efni er í tunnuni en grunar að það sé PP sem er mjög auðvelt að vinna með.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Bjarki »

Verkfæralagerinn Smáratorgi selur hringborasett sem kostar u.þ.b. 600 kr. Settið er í veglegum plastkassa, einn af þessum borum er ca. 38mm (borar eru í tommumáli) hef notað svona bor án vandræða.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by hrafnkell »

Bjarki wrote:Verkfæralagerinn Smáratorgi selur hringborasett sem kostar u.þ.b. 600 kr. Settið er í veglegum plastkassa, einn af þessum borum er ca. 38mm (borar eru í tommumáli) hef notað svona bor án vandræða.
Ég hef lent í rugli með svoleiðis bora. Þeir eru svo helvíti mjúkir, bæði borinn sjálfur og svo sögin. Maður þarf amk að vera mjög stabíll þegar maður gerir göt með þeim. Ég gafst upp og keypti mér alvöru hringbor eftir að hafa skemmt eina fötu.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: 60 lítra suðutunna úr plasti

Post by Bjarki »

Þetta er ekki hágæðagripur langt frá því.Reynsla mín er að mýkt eða stífleiki er ekki vandamálið. Hins vegar er smá kast á bornum þannig að gatið verður eitthvað stærra en það á að vera. Hefur virkað hingað til. Borinn/hringskerinn er eitt stykki ekkert ósvipaður "alvöru" skera er ekki að tala um þessa sem krækt er á borstykkið.
Post Reply