Skemtilegar hugmyndir, virka vel í prenti en ég held að fólk muni ekki sjá geril út úr þessum bollum þarna.
Þessi skjöldur er aðeins of einfaldur að mínu mati.
Strax og það var byrjað að tala um þetta þá datt mér í hug eitthvað svipað og homebrewtalk.com er með, hefði samt sleppt bjórkollunni.
Hjalti sýndi okkur fína hugmynd á fundinum okkar, það var svona horn og gerjanlegu hlutirnir flæddu úr horninu en það þarf að fá einhvern grafískann hönnuð eða eitthvað til að teikna það upp
Í gerjun : Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Skjöldurinn er fín hugmynd en leturmeðferð er agaleg...
Tilraunaglas og eitthvað til viðbótar kæmi alveg til greina.
En jæja, ég kominn aftur heim úr rúturúnti og þá get ég smakkað þennan IPA okkar Sjonna.
Gerjandi: ekkert Þroskandi: ekkert Smakkandi: ekkert Drekkandi: lítið ... afsakið Hugsandi: ALLT!!! Hendandi: engu
Mér finnst þetta allt í áttina. Ég myndi samt vilja sjá tilraunaglas eins og grafið í skjöldinn, og einhverja aðra týpógrafíu. Lúkkið á skildinum finnst mér hins vegar mjög flott. Hvað með aðra?
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Eyvindur wrote:Mér finnst þetta allt í áttina. Ég myndi samt vilja sjá tilraunaglas eins og grafið í skjöldinn, og einhverja aðra týpógrafíu. Lúkkið á skildinum finnst mér hins vegar mjög flott. Hvað með aðra?
Ég gleymdi tilraunaglösunum. Dunda mér e. t. v. eitthvað meira við þetta í dag.
Varðandi leturgerð, hvurslags stíl hefurðu í huga? Serif, sans serif? Held að sans serif leturgerðir henti þessum skildi einna best.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég get aldrei farið eftir tillögum annarra, svo... Bygg og humlar!
Ég breytti leturgerðinni við skjaldarröndina úr Tahoma í Verdana, gafst upp á tilraunaglasinu í bili, og svo var stóra F-ið fyrir miðju farið að trufla mig örlítið.
Attachments
fagun-logo-4.png (140.81 KiB) Viewed 40898 times
fagun-logo-3.png (140.69 KiB) Viewed 40898 times
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Tilraunaglasið er í vinnslu. Þessi litli þykjustulistamaður sem býr í mér virðist hafa sofnað - spurning um að reyna að hrista upp í honum með einum Skjálfta?
Breytt: Hér er komið tilraunaglas.
Attachments
fagun-logo-5.png (126.98 KiB) Viewed 40915 times
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Já, þetta er allt á réttri leið, finnst mér. En er ekki málið að láta standa Fágun á miðjum skildinum?
Nú kemur reyndar tónlistarmaðurinn í mér blossandi... Hvernig væri að vera með F-lykla sitthvorum megin, á móti hvor öðrum, eins og F-göt á kontrabassa? Ekki ósvipaður fílingur og í flúrinu, nema tengist F-inu okkar...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Einhverjar tillögur um hvernig ég ætti að koma textanum fyrir á miðjum skildinum? Líst vel á F-lyklana. Ef ég hef FÁGUN í forgrunni, þ. e. yfir tilraunaglasið, mætti e. t. v. færa flúrið/F-lyklana upp og niður sitthvoru megin við, svo þeir lendi ekki í orðinu líka?
Breytt: Enn eitt uppkastið (vonandi veldur þetta engum uppköstum)!
Attachments
fagun-logo-7.png (144.54 KiB) Viewed 40907 times
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Að gerjast: Ekkert Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
Skerpti ögn á letrinu efst, lítilsháttar lagfæringar á skyggingu, og prófaði að taka F-lyklana út til samanburðar (fannst þetta orðið svolítið yfirþyrmandi vegna letursins fyrir miðju).
Attachments
fagun-logo-8.png (143.37 KiB) Viewed 40902 times
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ég gerði hin fullkomnu byrjendamistök í gær; vistaði engar breytingar í Photoshop síðan snemma í gærmorgun, og þegar ég ætlaði að fara að halla mér í morgunsárið, fór rafmagnið af. Eftir fjögurra tíma svefn byrjaði ég á endurgerð myndarinnar eftir því sem ég sendi síðast inn, sem gekk alveg bærilega. Sáralítill munur nú, og því til staðfestingar læt ég hér fylgja enn eina gerðina; fannst hálf kauðalegt að láta letrið liggja yfir tilraunaglasinu.
Attachments
fagun-logo-9.png (140.91 KiB) Viewed 40892 times
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.