Langar að gera Kölsch en gerjunarhitastig hefur verið að vefjast fyrir mér. Hef verið að hugsa eftirfarandi þó, primary gerjun í bílskúr við 18°°C eða hreinlega gerja utandyra í 2 vikur. Þar sem ég er ekki með aðstöðu fyrir lageringu en á þó auka ískáb (sem gerjunartunna kemst ekki inní) var ég að spá í að henda bara á flöskur eftir primary og láta standa þar í 3-4 vikur í ískápnum.
Síðan er spurning um gerið, hvernig halda menn að Nottingham sé fyrir Kölsch - það þolir tiltölulega lága gerjun 12-15 gráður og ætti að lifa af "lageringuna".
ef þú ert ekki á neinni svakalegri hraðferð þá á ég kölsh ger sem ég gæti riggað upp fyrir þig. ég gerjaði síðan plsnser um daginn með notty við 14 gráðru. ekkert mál og er þokkalega hreint og tært bragð
ég hef verið að nota vatnskælingu í skúrnum, bara með fötu í fötu, næ að halda hita frá 10-16 með því að stilla bununa og hafa heitt í skúrnum.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Þakkir fyrir það, það þýðir þá væntanlega að þú telur ekki að notty henti í Kölsch
Hef reyndar hugsað þetta með kælingu fötu í fötu með vatnsflæði en finnst e-ð óheillandi að hafa vatn flæðandi þarna í heilan mánuð. Er það sem sagt slæm hugmynd að lagera bara á flösku við 4°C í í skáp?
notty ætti að búa til "lagerlike" þrælgóðan bjór, en þú færð ekki þetta kölsh touch -- ég er bara svo anal á stýlana
hinsvegar mundi ég ekki lagera í flöskum. reyndu að kæla niður secondary með einvherjum ráðum og lagera eins lengi og þú hefur þolinmæði til. ´það er þarna sem galdrarnir í lagerbjórnum eiga sér stað, þarna falla út og niður allt sem kemur í veg fyrir þetta "crips" lager bragð.
ég er hinnsvegar svo heppinn að ég er með corny kúta, þannig að ég gerja bara í 2 vikur og set á kút. fyrstu 4-10 vikurnar í kútnum er lagering við 4 gráður, síðan er drukkið
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
eymus wrote:En verður það Kölsch með Us-05 eða bara fínn bjór? Hélt US-05 virkaði ekki sérlega vel við lágt hitastig.
Það verður ekki ekta "Kölsch" nema með Kölsch geri. En US-05 hentar áreiðanlega vel, enda mjög hlutlaust. Mín reynsla er sú að það virkar vel við hitastig niður í 14°C.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.
Ef við ætlum að fara út í hártoganir er Kölsch ekki Kölsch nema hann sé bruggaður í Köln. Samkvæmt mínum heimildum er US-05 það ger sem kemst næst Kölsch geri í karakter, við svona lágt hitastig. Við prófuðum að gera Kölsch með US-05 og ... þýsku geri sem ég man ekki hvað heitir. Þýska gerið kúkaði alveg á sig við 15°C, en US-05 skilaði þessu af sér með glæsibrag. Þegar upp var staðið var það líka mun bragðbetra.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór
Kölsch er stórhættulegur andskoti...
Tekið á Die ständige Vertretung í Berlín. Sem er einn af afar fáum stöðum í Berlín þar sem hægt er að fá Kölsch á krana.
P.S.
Í Köln er hægt að fá lyklaborð með Kölsch-takka í stað Alt...
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Braumeister wrote:
Í Köln er hægt að fá lyklaborð með Kölsch-takka í stað Alt...
Er það ekki merki um að maður sé bjórnörd ef maður hlær að þessum brandara?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi