Vantar einfalda uppskrift

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
smar
Villigerill
Posts: 42
Joined: 1. Jul 2010 07:42
Location: Selfoss

Vantar einfalda uppskrift

Post by smar »

Jæja, þá er þessi blessaði kit bjór sem ég keypti búinn í gerjun og bara eftir að setja á flöskur ( er nokkuð viss um að þetta verði eitthvað sem ekki er hægt að bjóða gestum, læt konuna bara drekka þetta hehe )

En mig vantar einfalda uppskrift af AGí mína næstu tilraun sem notar eingöngu efni frá Ölvishollti.

Er ekki einhver góðhjartaður hér sem nennir að pósta þessu fyrir mig, ég bara fer yfir um við að fletta í gegnum allar uppskriftirnar og get engan vegin gert upp við mig hvað er best.

Takk takk
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Vantar einfalda uppskrift

Post by Classic »

http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=182

Skilst að þónokkuð margir hafi prófað þessa og líkað vel, mér allavega leist vel á og er búinn að henda í extracttilbrigði sem er í secondary núna, og lofaði virkilega góðu strax við suðu, og ég get varla beðið eftir að komast í hann kaldan og kolsýrðan eftir að hafa smakkað mælisýnið þegar hann fór í secondary. Eina sem er að beiskjuhumlarnir fást ekki í Ölvisholti, en það á ekki að skipta öllu máli svo lengi sem magnið er aukið í samræmi við veikari humla.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply