Sama hjá mér, svampur og heitt vatn.
Þó í versta falli þá hreinsa ég með oxandi hreinsiefni sem að fæst ekki út í búð hér á landi.
Mikilvægasta reglan til þess að fylgja öllu í sambandi við gerð á gerjuðum matvælum er að hreinsa allt strax eftir notkun og sótthreinsa svo aftur fyrir notkun.
Með því móti þá þarftu oftast ekki að nota hreinsiefni á neitt.
Sammála hinum. Vatn og tuska eða svampur. Nota líka gjarnan klórsódann þegar ég er að þrífa eftir mig. Svo bara skolað og sótthreinsað með joðófór fyrir notkun.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Ég er sammála því að oftast eru hreinsiefni óþarfi ef menn hreinsa búnaðinn strax eftir notkun. En ég fékk nýlega Corny kúta í hús og hefði viljað láta eitthvað hreinsiefni vinna á þeim áður en ég tek þá í notkun. Klórið fer víst illa með þá þannig að það gengur ekki.
Þ.a. spurningin er í raun, hvaða efni (sem fæst á höfuðborgarsvæðinu) er hægt að nota í stað þess að nota þetta ameríska OxyClean?