Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by steinar »

Sælir

Mælið þið með að setja næringu í gerkökuna á meðan hún geymist í ískápnum. Á malt extract og er að fara geyma Sa-23 gerköku úr síðustu lögun í ískápnum þangað til ég fæ tilraunaglösin mín svo ég geti fryst gerlanna.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by sigurdur »

Hvað er langt í að þú getir sett í tilraunaglerið?

Ef það er vika, ekki stressa þig.
Skolaðu bara gerið eða geymdu það svona þar til að tilraunaglösin eru komin og glyserínið klárt.

Ef það er mánuður, þá mæli ég með að þú gerir starter með gernæringu tæpri viku áður en þú setur í varanlegra geymsluílát.

Ef það er lengra, þá þarftu séraðgerðir giska ég á.
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by steinar »

Þetta er á leiðinni frá ebay. Sirka vika síðan ég pantaði og geri ráð fyrir að þetta komi eftir viku
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by Höddi birkis »

sælir, getið þið bent mér á einhvern link með upplýsingum um hvernig maður endurnítir gerið?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by Idle »

Leitin hér skilar fínum niðurstöðum.

http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=452" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=700" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=930" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Næring þegar verið er að geyma gerkökuna

Post by kristfin »

sko. ef það á að fara frysta og glycerola, þá mundi ég ekki nota gerkökuna. þú ættir að taka hreint ger áður en það fer að gera nokkuð annað, þeas áður en það snertir virt og humla. nema þú sért að plana að koma þér upp húsgeri
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply