Sótthreinsun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Sótthreinsun

Post by raggi »

Sælir.

Hvaða skoðun hafa menn á að nota gerildeyði við sótthreinsun áhalda.
Skola síðan áhöldin með köldu vatni fyrir notkun. Gerildeyðir er mikið notaður í matvælaiðnaði, þeir sem eitthvað hafa unnið í fiskvinnslu ættu að kannast við efnið. Hægt er að setja efnið í úðasprautur og sprauta svo fínum úða yfir áhöld. Eins er efnið tiltölulega ódýrt og notadrjúgt.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Sótthreinsun

Post by kristfin »

þetta er tíðrætt hér.

við höfum verið mikið hrifin af því að nota joðfór þar sem það þarf ekki að skola það af ef það er rétt blandað.

leitaðu að joðfór hér eða iodophor á alnetinu.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsun

Post by sigurdur »

http://www.n1.is/media/efnavorur/Dux_Gerildeydir.pdf" onclick="window.open(this.href);return false; <-- þessi gerildeyðir?

Ég myndi persónulega sleppa því að nota isopropanol í sótthreinsun við gerð á mínum heimagerðu matvörum, en þú getur gert rannsókn á þessu og athugað hvort að þetta sé betra/hagstæðara og látið okkur vita af niðurstöðunum (góðum/slæmum). :beer:
Ég nota frekar joðófór í skolfrí upplausn. Kostar ... (1500kr[lítersbrúsi] / 1000 lítrar sótthreinsir) um 1,5kr líterinn og þá færðu skolfrí upplausn í sterkari kantinum, 20ppm. Ef þú notar spraybrúsa eins og ég, þá dugar þér þetta líklegast í ofboðslega mörg ár (ef þú geymir joðófórið í réttum aðstæðum).
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Sótthreinsun

Post by raggi »

Já það er þessi gerideyðir, nema hann er í fljótandi formi en ekki geli.
Ég hélt það yrði í lagi að nota gerildeyði ef maður mundi skola áhöld vel eftir sótthreinsun og þá mundi isopropanolið skolast í burtu.
Ég er einhvern vegin ekki hrifin af sótthreinsi sem ekki er skolaður af eftir notkun.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Sótthreinsun

Post by arnarb »

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af sótthreinsiefnum sem ekki eru skoluð. Jóðófórið skilur ekkert eftir sem hefur áhrif á bragð og það er engin froða sem myndast eins og í Star San (fæst ekki hérlendis).

Ég mæli eindregið með því að fjárfesta í Joðófórinu. Það er einfalt í notkun og margfalt einfaldara en t.d. IP-klór 5 sem fæst í ámunni og vínkjallaranum, en það þarf að sitja í 1 klst til að virka og síðan þarf að skola.
Arnar
Bruggkofinn
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Sótthreinsun

Post by sigurdur »

raggi wrote:Já það er þessi gerideyðir, nema hann er í fljótandi formi en ekki geli.
Ég hélt það yrði í lagi að nota gerildeyði ef maður mundi skola áhöld vel eftir sótthreinsun og þá mundi isopropanolið skolast í burtu.
Ég er einhvern vegin ekki hrifin af sótthreinsi sem ekki er skolaður af eftir notkun.
Uuuu, er þá ekki tilgangurinn með sótthreinsun unninn fyrir gíg?
Ég hafði mikið fyrir því á sínum tíma að finna út skolfría lausn fáanlega á íslandi til þess einmitt að sleppa því að skola eftir sótthreinsun (og spara mér FULLT af tíma).
En ef þú gefur ísóprópanólinu smá tíma, þá gufar það upp. Hinsvegar gefur þessi tími örverum þeim tíma að setjast á áhöldin.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Sótthreinsun

Post by raggi »

Var að skoða " joðofór tópicið " og sé að mínar hugleiðingar eiga ekki við :)
Þegar bruggfötur eru sótthreinsaðar með joðófor, er þá bara vætt tuska upp úr efninu og fatan strokin.?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Sótthreinsun

Post by kristfin »

hreinsar hana fyrst og skolar.

setur síðan 20ppm (15-25) lausn í og veltir í ílátinu og lætur snerta allt í fötunni.

þegar þú síðan notar fötuna þá hellirðu úr henni áður.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
zunni1
Villigerill
Posts: 1
Joined: 24. May 2012 14:36

Re: Sótthreinsun

Post by zunni1 »

Vil benda mönnum á nýtt og frábært efni - Neutrolizder (sótthreinsir)

Kostar lítið og mjög notadrjúkt - eyðir bakteríum, vírusum og sveppum.

Fæst hjá MIQ Hlíðarsmára 10
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sótthreinsun

Post by hrafnkell »

zunni1 wrote:Vil benda mönnum á nýtt og frábært efni - Neutrolizder (sótthreinsir)

Kostar lítið og mjög notadrjúkt - eyðir bakteríum, vírusum og sveppum.

Fæst hjá MIQ Hlíðarsmára 10
Þar sem þú lítur út fyrir að vera að plögga þitt fyrirtæki, sem selur þetta efni... Geturðu sagt okkur meira um efnið?

Til dæmis:
Hvað kostar það?
Hvað er það selt í stórum einingum?
Hvað þarf maður mikið?
Hvað er það lengi að virka?
Hvað er virka efnið í efninu?
Hvað geymist efnið lengi þegar maður hefur blandað það?
Þarf maður að skola efnið af yfirborði áhalda áður en áhöldin eru notuð?


Það væri gaman að fá svör við þessum spurningum þar sem þú hefur nú gert notanda hér (að því er virðist) gagngert til að skrifa hér á eldgamlan þráð.

Þá líka lítur þessi póstur þinn aðeins minna út fyrir að vera spamm.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Sótthreinsun

Post by gunnarolis »

Ég ætlaði einmitt að spurja, það væri heiðarlegt að segja frá því ef þú hefur tengingu við fyrirtækið með einhverjum hætti. Annars eru auglýsingar almennt litnar hornauga hérna. En ef þú gætir svarað þessum spurningum væri þetta kannski betra.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Sótthreinsun

Post by hrafnkell »

gunnarolis wrote:Ég ætlaði einmitt að spurja, það væri heiðarlegt að segja frá því ef þú hefur tengingu við fyrirtækið með einhverjum hætti. Annars eru auglýsingar almennt litnar hornauga hérna. En ef þú gætir svarað þessum spurningum væri þetta kannski betra.
Legg til að þessu verði bara eytt ef hann ansar ekki fyrir helgi, er einhver ástæða til að leyfa fyrirtækjum að setja inn plögg hérna án þess að leggja eitthvað annað til málanna?


Kemur kannski úr hörðustu átt frá mér? :D :skal:
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Sótthreinsun

Post by Gvarimoto »

hrafnkell wrote:
gunnarolis wrote:Ég ætlaði einmitt að spurja, það væri heiðarlegt að segja frá því ef þú hefur tengingu við fyrirtækið með einhverjum hætti. Annars eru auglýsingar almennt litnar hornauga hérna. En ef þú gætir svarað þessum spurningum væri þetta kannski betra.
Legg til að þessu verði bara eytt ef hann ansar ekki fyrir helgi, er einhver ástæða til að leyfa fyrirtækjum að setja inn plögg hérna án þess að leggja eitthvað annað til málanna?


Kemur kannski úr hörðustu átt frá mér? :D :skal:

Alsekki, þú ert hér daglega að hjálpa og svara póstum sem leiðir til góðs

Þessi "auglýsing" var innihaldslaus og gefur ekkert frá sér um efnið, ég get lofað ykkur því að hann græddi ekkert í sölu á þessu.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Sótthreinsun

Post by bergrisi »

Kemur kannski úr hörðustu átt frá mér?


Danski einokunar kaupmaðurinn að verja sitt svæði. Haha, Þú stendur þig vel.

Annars googlaði ég þetta og það kom ekkert upp svo ég efast um að þessi misheppnaða "auglýsing" hafi skilað nokkru.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply