Var að redda mér nýjum græjum fyrir 50L.

Keypti einhvern einangraðan 38L súpupott á Ebay. Hann tapar ekki gráðu yfir meskinguna, en er helst til lítill til að ná 50-55L af virti í tveim skolunum.

Skrúfaði T-Stykki inn í hann fyrir stálmöskvaleiðsluna (steel braid)

Frumraunin: Hveitibjór. Í pottinum fyrir neðan er ég að hita vatn í 70L potti, einnig frá Ebay

Er að hita skolvatnið í gamla pottinum á meðan meskingu stendur. Þessi pottur er of lítill fyrir það magn af skolvatni sem ég þarf (Sér einhver hvar BIAB pokar lágu stundum vikum saman????)

Bullandi suða í gangi. Brennarinn er 10 KW og hámar í sig kíló af gasi á klukkustund.
Þetta kæli ég yfir nótt og gerja í tveim 30L plastfötum.
Þekkir einhver eðlisrúmmál fullmettaðs malts?