Það er frekar heitt þar sem ég er staðsettur og inni er 23-25°C að meðaltali. Var að pæla hvort væri sniðugra að láta bjórinn þroskast hér inni við svo hátt hitastig eða vera með hann útá svölum í sumar með teppi yfir?
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
Af tvennu illu myndi ég kjósa hitasveiflurnar á svölunum. En í þágu vísindanna gætirðu prófað að skipta þessu í tvennt, og sett helming á svalir undir teppi, og haft afganginn inni.
Fyrirhugað: Bruggpása. Í gerjun: Ekkert. Í þroskun / lageringu: Ekkert. Á flöskum: Ekkert. Bruggað (AG): 588 l.