ég var að hella í fyrstu glösin af hveitibjórnum mínu. fór á kút fyrir viku og maður er með tárin í augunum. sennilega besti bjór sem ég hefi búið til. hugsa að það muni öllu þetta ger
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Er að spá í að leggja í hveitiöl og nota innihaldið úr þessu fína glasi sem þú lést mig fá á fundinum kristfin, takk fyrir það. Er það sama gerið og í þessum fína sem fær hraustustu karlmenn til að tárast af gleði ? Hvað heldurðu að það eigi mikið eftir þ.e. í tíma ? Hvernig notar maður svona smá skammta ?
Síðast þegar ég notaði þetta ger fékk ég þessa fínu estera, en þá gerjaði ég við 21 gráður.
Gerjaðirðru hann við 17 og fjekkstu samt fína estera?
Notaðirðu single infusion?
Ég bruggaði 45L af þessu um daginn (sama ger) og gerjaði við 19 gráður í tveim 30L fötum. Ég er reyndar enn að drekka úr fötunni sem var ekki með vatnslás (lét lokið liggja bara laust á) og það er ekki vitundarvottur af esterum í þessu.
Þetta með vatnslásinn er reyndar ekki það eina sem mætti betur fara með þessa fötu. Ég fleytti þessu voða fínt ofan í hina fötuna, en þegar það var komið að þessari var gashellan ekki nógu há til að hægt væri að fleyta ofan í hina. Þar sem að við vorum orðnir kærulausir helltum við bara allri restinni ofan í gerjunarfötuna. Þrem vikum síðar var svo mikið botnfall í fötunni að hellingur af því sogaðist með í gegnum kranann þegar ég henti þessu í átöppunarfötuna.
Þær flöskur sem eru með meira en ca hálfan cm af botnfalli gjósa eins og ég veit ekki hvað....
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
Þú átt að fá flotta estera þrátt fyrir lágt gerjunarhitastig.
Ástæðan á bak við það er að hvert ger hefur sinn character í réttu gerjunarhitastigi (ekki viljandi of háu). T.d. US-05 er mjög hlutlaust ger við 17°c en T-58 kemur með pipartóna.
Þar af leiðandi er hægt að áætla að hvert hveitiger gefi sinn character við rétt hitastig.
ég á eina krukku eftir. það getur dugað í svona 4 skammta ef einvher hefur áhuga. ég verð erlendis næstu 2 vikur þannig að ég kemst ekki í að brugga neitt.
ég á þetta ger í bankanum þannig að ég rækta bara upp starter þegar ég tek næstu umferð.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
kristfin wrote:ég á eina krukku eftir. það getur dugað í svona 4 skammta ef einvher hefur áhuga. ég verð erlendis næstu 2 vikur þannig að ég kemst ekki í að brugga neitt.
ég á þetta ger í bankanum þannig að ég rækta bara upp starter þegar ég tek næstu umferð.