Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Classic »

Jæja, nú er maður kominn skrefinu lengra í þessu hobbýi, fyrsti bjórinn minn er nefnilega kominn í flöskur. Næstum eins lélegt og það gerist, Coopers lager + Community extract, en einhvers staðar verður maður að byrja. Fáránlega lítil afföll við umfleytingar (eða að kvarðinn á fötunum er svona bandvitlaus), 21l fór á fötuna, 20,5 í secondary og af einhverri ástæðu náði ég 60 x 330ml, og hefði náð heilli flösku í viðbót, fyllti sýnisglasið í lokin og átti enn afgang. Er kominn með joðófór + autosyphon + bottling wand + flöskuskoldælu, svo þetta hefur aldrei verið svona notalegt. 35 ára gamla tappagræjan hans pabba var þó aðeins að stríða mér, en eftir að ég klíndi smá saumavélarolíu í gorminn og stimpilinn fór hún að virka mjúklega, helst til of mjúklega því hún rann þá aðeins upp eftir skaftinu og hætti um tíma að loka töppunum nógu vel. Þarf að smyrja betur og herða skrúfurnar áður en lagt verður í þetta aftur.

OG 1050, FG 1012, sem mér reiknast til að sé rétt um slétt 5%. Sýnið sem ég tók var ekki gott, en volgt og flatt, svo kannski ef ég er heppinn verður þetta ekki versti bjór sem ég hef smakkað þegar hann er orðinn kolsýrður og kaldur :P

En með öllum nýju leikföngunum er átöppunarferlið hætt að vera þetta pirringsfest sem það hefur verið hingað til, svo maður getur hlakkað til síðar í mánuðinum þegar von er á sendingu að utan með hráefnum í eitthvert meira alvöru góðgæti. Eina sem vantar er plássið fyrir fleiri gerjanir í einu ;)

Myndavélin mín var voða treg til að lýsa flassinu, en ég reyndi þó að taka myndir til gamans:
Liturinn á sýninu sem ég tók:
Image

Skreytt flaska til gamans (gleymdi víst að uppfæra prósentuna á miðanum, svo hann er aðeins ofmetinn):
Image

Flasslaus mynd af lokunaraðstöðunni (opnar flöskur til vinstri, tapparnir í rauðu skálinni, tappalokarinn gamli, góði, og loks tómur kassi til að taka við lokuðum flöskum):
Image

Og loks 3 kassar af vonandi verðandi drekkanlegu öli í geðveikt random flöskum:
Image

Svo tekur væntanlega við forvitnistímabil, rétt eins og með rauðvínið, að maður er poppandi flösku í tíma og ótíma til að fyltjast með þroskunarferlinu, en maður vonar að þetta verði allavega nógu skítsæmilegt til að maður geti aðeins sparað við sig bjórinnkaupin yfir HM, dettur í 3 vikurnar rétt um það leiti sem riðlakeppnin er búin og alvörumótið tekur við ;)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by kristfin »

flott hjá þér.
en endilega smakka eftir 3, 6, 10, 14 og 30 daga til að sjá hvernig þetta þróast.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
steinar
Villigerill
Posts: 26
Joined: 1. Jun 2010 21:57

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by steinar »

Hvar fékkstu kassanna utan um bjórinn ?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Classic »

Hirti þá í vinnunni. Komu upprunalega að utan fullir af Jolly Cola.

Varðandi smakkið, þá eru víst komnir 4 dagar en ég er enn ekki ´buinn að smakka, ætla að henda einum í kæli þegar ég kem heim á morgun og poppa þann fyrsta annað hvort annað kvöld eða á laugardaginn. Taka 5-10-15 dagana eða svona um það bil frekar en alveg svona þétt eins og fyrirmælin sögðu :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Eyvindur »

Usss... Ég gæti aldrei sleppt smakki á fjórða degi. ;)
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by gunnarolis »

Ég hélt að það væri regla að smakka á 4. degi? Það var það fyrsta sem mér var kennt.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Classic »

Usss... Ég gæti aldrei sleppt smakki á fjórða degi.
Veit ekki hvort þetta var kaldhæðni, eða hvort þetta sé kannski sjálfsagðari rútína þegar maður er kominn út í eitthvert meira gæðastöff, en væntingarnar eru náttúrulega engar til þessa drykkjar. Coopers lager, gerjaður í 20+ gráðum með bökunarmalti.. svo lengi sem þetta er ekki versti bjór sem ég hef smakkað þá er ég sáttur við útkomuna og reynslunni ríkari. Átöppunarsmakkið var meir en nóg fyrir fyrstu dagana, veit það að þetta verður ekki gott á morgun, en vil smakka samt til að kynnast ferlinu. Forvitnin er ekki svo sterk að ég fari að pína oní mig grænan bjór á hverjum degi til að geta skrifað BA ritgerð um ferlið, alveg nóg að vita af því að þetta er að gerast ;) ..

..en ég er nú að fara að smakka á 5. eða 6. degi, það er ekki svo mikil töf svona m.v. hvað allar tímaáætlanir færast aftur í þessu hjá mér, t.d. lagði ekki í um helgi eins og ég ætlaði mér, heldur á fimmtudeginum eftir... secondaryfleytingin var eitthvað svipuð, og átöppunin á mánudegi, en ekki laugardegi eins og fyrst var planað. Eplavínið og annað brugg hjá mér hefur alltaf farið svipað, svo ætli það sé ekki bara viðeigandi að smakkreglan mín miðist við 5-6 daga en ekki 4. :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Eyvindur »

Þetta var reyndar ekki grín - ég smakka alltaf á fjórða degi. En það er bjór. Þegar Coopers kit er annars vegar myndi ég bíða lengur. Miklu lengur. Þangað til þú þarft að nota flöskurnar undir alvöru bjór.

Nei, vitaskuld er þetta svefngalsi að tala. Vonandi kemur þetta sæmilega út.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Fyrsti bjór kominn á flöskur (myndir)

Post by Classic »

Ég held ég ætti ekkert að lenda í vandræðum með að drekka þetta. Kældi eina snögglega í gær, og finn strax mun. Er enn frekar lítið kolsýrður, en hefur skánað mikið síðan á mánudag (og/eða að það hjálpar rosalega til að kæla hann og drekka úr "réttu" glasi). Kemur á óvart hve mikil fylling og þolanlegt bragð er að honum, en sem fyrr segir þá voru væntingarnar engar, svo upplifunin er sennilega metin jákvæðari en hún er fyrir það.

Gerir mann allavega vongóðan um hvað gerist þegar meira alvöru hráefni fara að detta í hús (ShopUSA segir 18. júní, en ég veit ekki hvort síðan reiknar það bara sjálfvirkt, eða hvort gert er ráð fyrir því að það er frídagur í næstu viku..)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply