Kæling fyrir átöppun með spíral?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by anton »

Er að skipuleggja kaup á græjum til að byrja fyrir alvöru á þessu áhugamáli sem hefur blundað í mér í mörg ár.

Spurt er, það er oft mælt með kælingu áður en átöppunarferlið fer í gang til að fá tærari bjór.

Veit einhver hvernig það myndi ganga að keyra bjórinn niður með koparkælispíral. Hvað þarf bjórinn að vera lengi í kælingu og hversu kaldur þarf hann að vera svo að gagn sé að? Eða er ég alveg að misskilja :)

Með koparspíral ætti að vera hægt að keyra "létta" bunu í gegn og viðhalda nokkuð góðum kulda. Kaldavatnið hjá okkur er nefnilega fjandi kalt.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by kristfin »

yfirleitt er átti við krasskælingu (snöggkælingu) í nokkra daga áður en sett er á flösku. þá fellur það sem er að synda í bjórnum mun hraðar heldur en við stofuhita.

t.d. ef maður gerjar bjór við 20 gráður í 10 daga. ekkert hefur gerst síðustu 2 daga svo gerjun er búin. þá setur maður bjórinn út á svalir um vetur eða í ísskápinn og kælir niður. kælingin má fara í alveg -1 gráðu, en ekki frysta hann.

eftir svo nokkra daga þá er bjórinn orðinn miklu mun tærari, þá er fínt að setja hann í átöppunarfötuna (vonandi mundirðu eftir að hafa hann bjórinn nógu hátt uppi til að þurfa ekki að hreyfa fötuna :) með sykri og á flöskur.

kæling í spíral ekki góð þar sem þá mundi koma súrefni í hann og hann eldast um aldrur fram.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by anton »

Já einmitt. En það er ekkert sem segjir að fatan sé opin þótt að það sé spírall ofan í henni.. væri hægt að græja lokið þannig að spírallinn kæmi þéttur í gegnum gúmmitappa eða álíka... kannski til að nota það sem maður hefur við hendina til að fá verkið gert. Væntanlega óhefðbundin leið :)

En auðvitað er best að vera með ísskáp eða fyrstirbox með góðri hitastýringu fyrir svona
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Höddi birkis »

þá er samt vandamálið þegar þú þarft að opna fötuna til að mæla gravity og þessháttar, þá náttúrulega færiru spíralin upp og niður aftur í virtinum og þá kemst súrefni í hann, en hvað er vatnið hjá þér eiginlega kalt?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by anton »

Jamm. Var meira að spá í þá bara að í secondary þá myndi ég smella þessu þar eftir að gravity er orðið stable svo að ég ætti ekki að þrufa að vera að gægjast aftur og aftur. Láta þetta bara malla svona í t.d. 2-3 daga inn í bílskúrnum...

Kalda vatnið myndi náttúrulega aldrei samt ná niður í 0° , kannski á að giska kælingu niður í allavega 7-8° - en ég hef sumsé ekki prufað þetta. Myndi þetta hitastig ekkert bæta fellingungu... en náttúrulega þegar maður fer að drekka kvikindið þá sér það um að gefa manni fellingar, en það er allt annað mál :)

En ætli maður myndi ekki geyma það að kæla bjórinn niður fyrir átöppun þá, a.m.k. yfir sumartíman þegar maður hefur ekki aðgang að "stóra ískápnum"
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Höddi birkis »

já það er spurning, hvar á landinu býrðu?
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Höddi birkis »

það er alltaf verið að gefa eða selja mjög ódýra ískápa á http://www.barnaland.is" onclick="window.open(this.href);return false;
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Eyvindur »

Þetta er mjög slæm hugmynd. Í fyrsta lagi má kopar aldrei koma nálægt bjór í gerjun - hann má bara snerta virtinn fyrir gerjun. Annars geta myndast eiturefni. En jafnvel þótt þú myndir gera þetta með stálspíral væri að mínu mati allt of mikil sýkingarhætta.

Ég myndi nota ísskáp eða sleppa þessu alveg. Nema þú hafir aðstöðu til að útbúa stálgerjunartank og glycolspíral utanum. Í öllu falli er alltaf slæm hugmynd að setja hluti ofan í gerjunarfötuna til lengri tíma litið, nema það sé hráefni.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by sigurdur »

Það var búið að svara nokkrum sinnum á meðan ég var að svara þessu, en hér kemur það:

Ekki láta virt/bjór snerta kopar eftir að það er búið að kæla niður eftir suðu og henda geri út í.
Það veldur vondu bragði í bjórinum. (hann verður "ónýtur")

http://thebrewingnetwork.com/shows/Brew ... -Your-Beer" onclick="window.open(this.href);return false;
56:25

Ef þú notar t.d. ryðfrítt stál, þá ættir þú að geta notað þessa aðferð þó að hún sé hættuleg frá öðrum sjónarhornum. En af hverju ekki bara að henda fötunni inn í ísskápinn í nokkra daga?
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by anton »

Frábært. Takk fyrir hjálpina!
Þessi hugmynd hefur verið þurrkuð úr hausnum! :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by kristfin »

er möguleiki að þú sért að fá snert af græjueitrun :massi:

til gamans má geta þess að ég er að útbúa mér vatnskælda gerjunaraðstöðu þar sem ég get stýrt hitastiginu mjög nákvæmlega með því að halda gerjunarfötunni í vatnsbaði. það fær ekkert að snerta virtinn samt.

þá get ég pitchað td. pitchað í 16, rampað upp í 20 á 3 dögum, gerjað í 10 daga, snöggkælt niður í 2° og sett síðan í kút viku seinna án þess að þurfa hreyfa eða koma við fötuna. síðan allt í corny og í belginn á mér 2 vikum seinna.

skál
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Idle »

kristfin wrote:til gamans má geta þess að ég er að útbúa mér vatnskælda gerjunaraðstöðu þar sem ég get stýrt hitastiginu mjög nákvæmlega með því að halda gerjunarfötunni í vatnsbaði. það fær ekkert að snerta virtinn samt.

þá get ég pitchað td. pitchað í 16, rampað upp í 20 á 3 dögum, gerjað í 10 daga, snöggkælt niður í 2° og sett síðan í kút viku seinna án þess að þurfa hreyfa eða koma við fötuna. síðan allt í corny og í belginn á mér 2 vikum seinna.

skál
Ég hefði gaman að vita meira um hvernig þú ætlar að útfæra þetta. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by kristfin »

eg mun skrifa meira um það í heimasmíðapartinum, en hugmyndin er einföld.

ég nota Temper hugbúnaðinn minn (með eða án ardunio) sem stýrir streymi á köldu vatni til að kæla og/eða elementi til að hita vatn í 100lítra stáltunnu þar sem bruggfatan situr.

síðan bý ég til bruggprógram sem keyrir og rampart hitann upp og niður eftir þörfum. hvað gæti klikkað
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by kristfin »

er síðan að skoða nokkrar hugmyndir hvernig ég get kælt kælivatnið úr 8 í 1 gráðu fyrir lageringuna og krasskælinguna.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by Idle »

Ég hef verið að skoða Son og Mother of a fermentation chiller. Mér leiðist að sulla með vatn.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
anton
Gáfnagerill
Posts: 248
Joined: 10. Jun 2010 00:06

Re: Kæling fyrir átöppun með spíral?

Post by anton »

Þetta er mjög töff. Ég fékk góðan kláða á alla fingur og stundar brjálæði hefði getað tekið yfirhöndina. :o
Post Reply