Beer tools vs. Beersmith

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
Squinchy
Gáfnagerill
Posts: 205
Joined: 21. May 2009 15:40
Location: Grafarvogur

Beer tools vs. Beersmith

Post by Squinchy »

Sælir

Hvort eru menn að nota og afhverju ?

Er búinn að vera skoða þetta aðeins en á erfitt með að ákveða mig hvort henti mér betur
kv. Jökull
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Idle »

Ég er ánægður með Beersmith - gerir allt sem ég þarf, og meira til. Nenni ekki að skipta yfir í eitthvað annað að svo stöddu. Hef þegar eytt nægum tíma í að læra á eitt forrit.

BeerTools virðist mér helst vera örlítið meira móðins í útliti, enda ekki annars að vænta af tóli gerðu fyrir Mac. Á þessari síðu er tafla sem ber saman fídusa í BeerTools, ProMash og BeerSmith. Að sjálfsögðu er allt miðað við BeerTools. ;)

http://www.beertools.com/html/articles.php?view=242" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Eyvindur »

Ég held að þetta snúist aðallega um það hvað fólki finnst þægilegast. Held ekki að eitt forrit sé betra en annað - bara smekksatriði varðandi viðmót og þess háttar.

Ég nota Beer Tools fyrst og fremst af því að það er makkaforrit. Ég hef líka prófað Beersmith (ég á líka pésa (sem ég hata af áfergju)), en fannst það miklu leiðinlegra viðmót, þannig að ég hef haldið mig við Beer Tools.

Ég veit ekki betur en að það séu prufuútgáfur af öllum þessum forritum. Um að gera að prófa þau öll og sjá hvað þér finnst þægilegast.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by arnarb »

Tek undir þetta hér að ofan. Yfirleitt er smekksatriði hvaða forrit hentar hverjum og einum. Eins og Eyvindur er ég með Makka og leitaði að forriti sérstaklega fyrir Makkann. Þar er ekki um eins auðugan garð að grisja og á PC en ég prófaði eftirfarandi forrit:

BeerTools
BeerAlchemy
Brewtarget (freeware)

Ég byrjaði með Brewtarget og prófaði nokkrar lagnir með því. Forritið er ungt að árum og það er því mun óþjálla í viðmóti og grafíki er ekki eins vel útfærð og í hinum forritunum. Það sem var þó leiðinlegast að mínu áliti var að ég treysti því ekki alltaf og það krassaði þegar maður vann með kg-einingar og lét forritið reikna út vatn í meskikerið. Lét mig samt hafa það í dálítin tíma enda frítt forrit. Þegar ég fór síðan að skoða önnur forrit fyrir alvöru slökkti ég fljótlega á þessu forriti - hinsvegar er þetta miklu betra heldur en að halda úti Excel eða öðrum handvirkum skjölum.

Þarnæst prófaði ég bæði BeerAlchemy og BeerTools samtímis með 2 lagnir. Bæði forritin hafa margt uppá að bjóða og grafíkin lítur vel út, þó finnst mér BeerTools hafa vinninginn í grafíkinni, sérstaklega þegar kemur að hvort uppskrift fylgji stílnum og gott yfirlit yfir innihald uppskriftar.

Kostirnir í BeerAlchemy var að mér fannst forritið vera hannað fyrir Makka og var mjög auðvelt í notkun. Það var mjög þægilegt að setja upp meskiplan, með því að velja fyrirfram skilgreind sniðmát. Svo gat maður breytt þeim, búið til ný o.s.frv. ef maður þurfti á að halda. Hinsvegar fannst mér leiðbeiningarnar sem komu út úr forritinu alltaf vera frekar óskýrar. Í upphafi fannst mér erfitt að setja meskiplan í BeerTools þar sem þar þurfti maður að setja allt inn sjálfur (Mash-in, Rest, Mash-out, o.s.frv). Eftir smátíma skýrðist þetta og maður er núna fljótur að setja þetta upp. Hinsvegar myndi ég vilja geta búið til sniðmát að meskiplani og valið það, í stað þess að skilgreina öll skrefin í hvert skipti.

Bæði forritin eru með reiknivélar sem ættu að duga í flest sem maður þarf. BeerAlchemy er með innbyggða tillögu um kolsýru miðað við stíl, en ég veit ekki hversu nákvæmt það er, veit að BeerSmith t.d. gefur ekki alltaf réttar upplýsingar (skv. þræði hér á Fágun.is).

Eitt sem vantar að mínu viti í BeerTools er "batch", þ.a. að geta skráð upplýsingar sem maður mælir og miðað við stílinn. Hægt er að skrá þetta í Notes, sem er frítextasvæði, en í BeerAlchemy er hægt að skrá t.d. S.G. eftir meskingu, suðu, primary, etc. og maður fær strax feedback hvort þetta sé eftir stílnum. Auk þess koma allar lagnir af tiltekinni uppskrift undir uppskriftina og því auðvelt að sjá hvenær maður lagði í og skoða nótur fyrir hverja lögn. Þetta má þó líkja eftir í BeerTools, en það væri frábært að hafa þetta innbyggt.

Það sem gerði þó útslagið í hvaða forrit ég nota í dag er að gagnagrunnur BeerTools var mun áreiðanlegri og ítarlegri heldur en BeerAlchemy. Fleiri humlar, betri upplýsingar um humlana, maltið og önnur viðbótarefni. Þar sem ég er latur að hamra inn (eins og sést á þessum pósti) þá nennti ég ekki að finna upplýsingar um tiltekna vöru og hamra handvirkt inn í BeerAlchemy. Einnig voru leiðbeiningar fyrir BeerTools mun ítarlegri og betri en BeerAlchemy. Grafíkin flottari og svona meira "polish" ef maður slettir nú aðeins. Þá var ég ekki alveg að skilja stundum leiðbeiningarnar með meskiplaninu í BeerAlchemy, þær stemmdu illa við BeerTools í samanburði mínum og Brewtarget var t.d. miklu nær BeerTools en BeerAlchemy.

Á endanum valdi ég BeerTools og sé ekki eftir því þrátt fyrir að það vanti nokkur atriði sem gætu auðveldað manni lífið.
Arnar
Bruggkofinn
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by hrafnkell »

Ég nota beersmith.. Það virkar prýðis vel í windows, linux og macosx (ég nota það í linux og macosx).

Þetta er í raun bara smekksatriði, en ég sé enga ástæðu til að skipta í eitthvað annað.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by sigurdur »

Ég nota BeerSmith einfaldlega vegna þess að það virkar næstum 95% í gegn um Wine í Linux.
Ég væri mikið til í eitthvað vefforrit sem að getur komið í staðinn fyrir BeerSmith að öllu leiti, en ég hef ekkert fundið enn. (ekki leitað í þónokkurn tíma)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by kalli »

Til er veflausn sem er útbreidd í Skandinavíu og gerir jafnframt auðvelt að deila uppskriftum.
Sjá http://www.haandbryg.dk/cgi-bin/beercalc.cgi" onclick="window.open(this.href);return false;

Einn kostur við beercalc er að allar uppskriftir manns eru tiltækar hvar sem maður er staddur.

Það má vera að við getum sett beercalc up á heimasíðu Fágunar, ef áhugi er fyrir hendi.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Eyvindur »

Ég er búinn að stúdera Beer Tools nokkuð lengi, og vil benda á ákveðin atriði.

Í fyrsta lagi, ef maður er áskrifandi að Beer Tools (ársáskrift fylgir kaupunum, svo getur maður framlengt) getur maður geymt allar uppskriftir inni á vefnum, og þá eru þær aðgengilegar þar. Ef maður er ekki áskrifandi getur maður bara geymt einhvern tiltekinn hámarksfjölda.

Að auki:

"Hinsvegar myndi ég vilja geta búið til sniðmát að meskiplani og valið það, í stað þess að skilgreina öll skrefin í hvert skipti."

Þú getur vistað template fyrir ólík meskiplön og búið til nýjar uppskriftir miðað við þau (og hvaða upplýsingar sem er þess utan - t.d. vistað inn tæki, umbúðir og annað sem breytist ekki á milli lagana). Upplýsingar um þetta eiga að vera í leiðarvísinum.

"Eitt sem vantar að mínu viti í BeerTools er "batch", þ.a. að geta skráð upplýsingar sem maður mælir og miðað við stílinn."

Ertu ekki að tala um að skrá inn raunverulegar tölur í staðinn fyrir útreikninga forritsins? Ef svo er gerirðu það í "Analysis" flipanum. Þá breytist attenuation, nýting og annað eftir þeim upplýsingum sem þú skráir inn. Maður þarf að fylgjast vel með, því það getur komið fyrir að aðrar upplýsingar breytist um leið, en þegar maður hefur gert þetta nokkrum sinnum kemst maður upp á lagið með að halda öllu eins og það á að vera.

Ég tek undir það að mér fyndist frábært að geta vistað frekari laganir undir sömu uppskriftinni. Hver veit nema því verði bætt við - ég hef tvisvar uppfært Beer Tools, og framfarirnar hafa verið miklar. Þetta er í stöðugri þróun.

Svo má bæta við að Beer Tools er einnig hannað fyrir makka.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Höddi birkis »

ég downloadaði prufu versioni af beer tools í gær svo átti ég að skrifa aðgangskóðann til að virkja forritið sem inniheldur fullt af #, en ég get ekki gert # í reitinn getur einhver hjálpað mér með þetta??
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Idle »

Shift+3 á lyklaborðinu, eða copy/paste?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Höddi birkis »

Já ég vissi það nú, en það bara virkar hvorugt
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Höddi birkis »

þetta er allveg stórskýtið :o ég er búinn að reyna allt sem mér dettur í hug..
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Idle »

Eiga # merkin örugglega að vera með?
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Höddi birkis »

það held ég, kóðinn er allavega svona, DQNM-####-####-####-####-####-####-35TR
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Idle »

# merkin eiga væntanlega að vera einhverjir tölu- og/eða bókstafir. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Höddi birkis
Kraftagerill
Posts: 81
Joined: 1. Jun 2010 09:08

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Höddi birkis »

ohh heimski ég! þetta var náttúrulega sent á mailið mitt :D
Í gerjun: Coopers lager.
Framundan American pale ale og(fyrsti AG) Epplavín og Jóla glögg.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Beer tools vs. Beersmith

Post by Idle »

Höddi birkis wrote:ohh heimski ég! þetta var náttúrulega sent á mailið mitt :D
Kemur fyrir bestu menn! :vindill:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply