Græjur

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Græjur

Post by raggi »

Sælir

Veit einhver hvar er hægt að kaupa góðan gasbrennarar eins menn eru að nota undir stóra potta. Þetta tekur svo langan tíma á eldavélahelluni. Og þar sem ég er bara með 25 lítra pott, veit einhver handlaginn maður hvað efni í 40-50 L pott mundi kosta.

Kveðja
Raggi
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Græjur

Post by hrafnkell »

Ég myndi frekar mæla með því að gera það sem flestir hérna eru að gera - kaupa plastfötu (t.d. 40 eða 60 lítra) og koma fyrir hitaelementum úr hraðsuðukötlum. Það er töluvert ódýrara en að kaupa pott og gasbrennara.
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Græjur

Post by raggi »

Er hægt að stýra hitastiginu með þessum hraðsuðukatla elementum. Ég var t.d að halda vatninu í 65°C í 1 tíma (Mash). Síðan var hitinn hækaður í 77 í 15 mín og síðan í suðu. Samanber þetta video af youtube:http://www.youtube.com/watch?v=ukPD_y5MJbM Veistu hvort þetta er hægt með þeim græjum er þú nefndir.

Kveðja
Raggi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Græjur

Post by kristfin »

það er lítið mál. þig vantar bara temperature controller. fást fyrir lítð á ebay
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
BeerMeph
Gáfnagerill
Posts: 189
Joined: 18. Nov 2009 20:27

Re: Græjur

Post by BeerMeph »

Ég held samt að nota gasið sé ekkert svo mikið dýrara.
Gerjun: Ekkert
Þroskun/Lagering: Ekkert.
Á flöskum: Raven Rock stout (idle), Blonde Ale, Jólaöl, Volgur Kölsch.
Á næstunni: Einfaldur hveiti.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Græjur

Post by sigurdur »

Ég held að gasið sjálft sé nú ekkert sérlega dýrt, en brennarinn kostar trúlega sitt.
Svo þarftu auðvitað stóran pott, hann kostar sitt. Að setja hitastýringu á gasið kostar án efa fullt af pening.

Fyrir plastsuðudótið þá þarftu plastdunk (3-6þ), 2-4 hitöld (2-8þ) og einhver fjöltengi. Til að stýra hitanum þá þarftu einhverja hitastýringu, en hún þarf ekki að vera sérlega dýr.

Ef þú ætlar að nota hitöld þá þarftu að passa þig á að kornið sé ekki við hitöldin (hægt að nota t.d. brew in a bag).
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Græjur

Post by raggi »

Ég var einmitt að prófa þessa aðferð " brew in a bag". Varðandi brennarann þá sýnist mér hann vera að kosta um 10-11 þúsund kr erlendis. Reikna með að það yrði dýrt eins og þú segir að setja á gasið hitastýringu. Þá er þetta bara spurning um pottinn.
Var með 25 lítra pott á eldavélinni og eldavélin var bara ekki að meika það að halda uppi suðu. Hiti alltaf í 95-96 gráðum. Ætti það að koma að sök. ?

Kv
Raggi
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Græjur

Post by sigurdur »

Það er gott að fá bullandi suðu (rolling boil), en þú færð bjór þrátt fyrir að það sé ekki bullandi suða.

Þó að brennarinn kosti sjálfur einungis um 10-11 þúsund, þá átt þú samt eftir að senda hann til íslands og borga vsk (og mögulega toll). Það er mjög fljótt að fara í 25-30 þúsund.

Til að reyna að ná upp góðri suðu, þá getur þú útbúið harlem einangrun tímabundið með því að setja álpappír utan um pottinn (mjög laust vafinn), eða jafnvel bara með steinull (ég myndi hylja hana með álpappír).
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Græjur

Post by raggi »

Ég ætlaði að reyna að láta mann taka brennara fyrir mig sem kemur hugsanlega til landsins einhvern tímann í sumar. Svona til að sleppa ódýrt. Reyni þessa Harlem einangrun næst þegar ég sýð.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Græjur

Post by kristfin »

ef þú ert að gera þetta á eldavélinni, en vantar bara herslumuninn uppá. búðu þér þá til heatstick og notaðu til að ná upp suðunni. einfalt og gott.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Græjur

Post by kristfin »

hér eru leiðbeiningar um hvernig á að búa til heatstick
http://www.cedarcreeknetworks.com/heatstick.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Græjur

Post by Eyvindur »

kristfin wrote:ef þú ert að gera þetta á eldavélinni, en vantar bara herslumuninn uppá. búðu þér þá til heatstick og notaðu til að ná upp suðunni. einfalt og gott.
+1
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Græjur

Post by Oli »

Hér eru líka leiðbeiningar á smíði á heatstick eins og þeir voru með í Basic brewing þætti nýverið.
http://www.3d0g.net/brewing/heatstick" onclick="window.open(this.href);return false;
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply