Ég ákvað að nota LM35 hitamæli.
Eftirfarandi er efnið sem að þarf í 1 stykki mæli.
1 x 20cm bútur af 1/4" koparröri (ég notaði mjúkt rör)
1 x LM 35 nemi
1 x 2m CAT5e kapall (ég átti þetta til)
nokkra búta af herpihólkum.
smá silfurtin (má ekki innihalda blý)
smá lóðfeiti
Framkvæmd:
1. Útbúa nokkuð beinan 20cm bút af 1/4" koparröri. Hreinsið endana (ég skóf aðeins að innan úr þeim, ásamt því að pússa niður aðeins að utan).

2. Teikna 3 sagtennur (eins og í hákörlum) til að saga eftir

3. Saga eftir línunum. Ég notaði bara venjulega litla járnsög. Eftir að tennurnar eru komnar þá þarf að pússa endann upp með sandpappír og hreinsa þetta aðeins.

4. Berja tennurnar inn lauslega með (litlum/mjúkum) hamri svo að tennurnar falli vel saman. Muna svo að pússa aðeins aftur yfir þetta. Bera lóðfeiti svo á svæðið sem að á að loka.
Á myndinni er ég búinn að berja þetta saman og setja lóðfeiti á endann.

5. Lóða gatið saman svo að ekki geti lekið inn í rörið. Það á ekki að beina hitanum beint á svæðið sem að þið ætlið að lóða saman. Ég held að þið náið ekki nægum hita með venjulegum rafmagns lóðbolta, ég notaði gas við þetta.

7. Hreinsið lóðfeitina af rörinu með vatni ef það er vatnsleysanlegt eða borðedik, salt og vatnsblöndu (eða 0.5% hydroxy peroxíð lausn) ef feitin er ekki vatnsleysanleg. Rörið þarf að vera í þessari oxandi lausn í smá stund (þar til að það verður ljóskoparlitað og matt), ég var með rörið í 10 mínútur í minni lausn.
6. Undirbúa hitamælisrásina með því að skafa aðeins utan af henni með dúkahníf eða sandpappír ef hún passar ekki auðveldlega í rörið og lóða svo 3 víra á hana. Ég valdi að nota Cat5e kapal til að tengja við rásina og notaði appelsínugulan, bláan og grænan vír til að lóða við fæturna (3 af 8). Setjið litla herpihólka á vírana áður en þið lóðið vírana á rásina.
Ég þurfti að pússa kapalinn svolítið að utan með sandpappír svo að hann kæmist inn í rörið alla leið auðveldlega. Pússið kapalinn og prófið hann áður en að þið lóðið þetta saman.

7. Herpið herpihólkana eins mikið og þeir vilja herpast, eins nálægt rásinni og hægt er.
Ef að herpihólkarnir standa út fyrir rásina sjálfa, þá þarf að pússa þá aðeins niður svo að þeir komist líka í rörið.

8. Réttið rörbútinn eins mikið og hægt er með því að rúlla honum á sléttu borði. Ekki nota hendurnar í að rétta þetta því að hendur og augu plata alltaf. Þetta þarf ekki að vera 100%, 98% er ásættanlegt. Setjið rásina alla leið inn, ef hún passar ekki alla leið, þá þurfið þið að pússa niður þar til að hún passar.
9. Finnið til herpihólk sem að ætti að rétt passa utan um rörið. Pússið rörið aðeins með 120 sandpappír það svæði sem að þið ætlið að setja herpihólkinn. Ég pússaði aðeins um 1cm. Þetta er svo að herpihólkurinn renni ekki af. Herpið herpihólkinn vel með hita svo að hann haldi togfestu í bæði kapalinn og rörið.
10. Átaksprófið kapalinn lauslega. Ef að herpihólkurinn rennur af rörinu, endurtakið skref 9. Ef að herpihólkurinn rennur með kaplinum, skerið hólkinn af, pússið kapalinn með grófum (120) sandpappír og endurtakið skref 9.
11. Klappiði sjálfum ykkur á bakið fyrir afrekið.
