Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

Ég vildi gera hitamæli sem að ég get sett í meskikarið og suðupottinn minn til að vita hitastig og geta mögulega stýrt því á einhvern hátt.

Ég ákvað að nota LM35 hitamæli.

Eftirfarandi er efnið sem að þarf í 1 stykki mæli.
1 x 20cm bútur af 1/4" koparröri (ég notaði mjúkt rör)
1 x LM 35 nemi
1 x 2m CAT5e kapall (ég átti þetta til)
nokkra búta af herpihólkum.
smá silfurtin (má ekki innihalda blý)
smá lóðfeiti

Framkvæmd:
1. Útbúa nokkuð beinan 20cm bút af 1/4" koparröri. Hreinsið endana (ég skóf aðeins að innan úr þeim, ásamt því að pússa niður aðeins að utan).
Image

2. Teikna 3 sagtennur (eins og í hákörlum) til að saga eftir
Image

3. Saga eftir línunum. Ég notaði bara venjulega litla járnsög. Eftir að tennurnar eru komnar þá þarf að pússa endann upp með sandpappír og hreinsa þetta aðeins.
Image

4. Berja tennurnar inn lauslega með (litlum/mjúkum) hamri svo að tennurnar falli vel saman. Muna svo að pússa aðeins aftur yfir þetta. Bera lóðfeiti svo á svæðið sem að á að loka.
Á myndinni er ég búinn að berja þetta saman og setja lóðfeiti á endann.
Image

5. Lóða gatið saman svo að ekki geti lekið inn í rörið. Það á ekki að beina hitanum beint á svæðið sem að þið ætlið að lóða saman. Ég held að þið náið ekki nægum hita með venjulegum rafmagns lóðbolta, ég notaði gas við þetta.
Image

7. Hreinsið lóðfeitina af rörinu með vatni ef það er vatnsleysanlegt eða borðedik, salt og vatnsblöndu (eða 0.5% hydroxy peroxíð lausn) ef feitin er ekki vatnsleysanleg. Rörið þarf að vera í þessari oxandi lausn í smá stund (þar til að það verður ljóskoparlitað og matt), ég var með rörið í 10 mínútur í minni lausn.

6. Undirbúa hitamælisrásina með því að skafa aðeins utan af henni með dúkahníf eða sandpappír ef hún passar ekki auðveldlega í rörið og lóða svo 3 víra á hana. Ég valdi að nota Cat5e kapal til að tengja við rásina og notaði appelsínugulan, bláan og grænan vír til að lóða við fæturna (3 af 8). Setjið litla herpihólka á vírana áður en þið lóðið vírana á rásina.
Ég þurfti að pússa kapalinn svolítið að utan með sandpappír svo að hann kæmist inn í rörið alla leið auðveldlega. Pússið kapalinn og prófið hann áður en að þið lóðið þetta saman.
Image

7. Herpið herpihólkana eins mikið og þeir vilja herpast, eins nálægt rásinni og hægt er.
Ef að herpihólkarnir standa út fyrir rásina sjálfa, þá þarf að pússa þá aðeins niður svo að þeir komist líka í rörið.
Image

8. Réttið rörbútinn eins mikið og hægt er með því að rúlla honum á sléttu borði. Ekki nota hendurnar í að rétta þetta því að hendur og augu plata alltaf. Þetta þarf ekki að vera 100%, 98% er ásættanlegt. Setjið rásina alla leið inn, ef hún passar ekki alla leið, þá þurfið þið að pússa niður þar til að hún passar.

9. Finnið til herpihólk sem að ætti að rétt passa utan um rörið. Pússið rörið aðeins með 120 sandpappír það svæði sem að þið ætlið að setja herpihólkinn. Ég pússaði aðeins um 1cm. Þetta er svo að herpihólkurinn renni ekki af. Herpið herpihólkinn vel með hita svo að hann haldi togfestu í bæði kapalinn og rörið.

10. Átaksprófið kapalinn lauslega. Ef að herpihólkurinn rennur af rörinu, endurtakið skref 9. Ef að herpihólkurinn rennur með kaplinum, skerið hólkinn af, pússið kapalinn með grófum (120) sandpappír og endurtakið skref 9.

11. Klappiði sjálfum ykkur á bakið fyrir afrekið.
Image
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by hrafnkell »

Við hvað tengirðu mælinn svo?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

Arduino þegar ég fæ það í hendurnar
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by mcbain »

sigurdur wrote:Arduino þegar ég fæ það í hendurnar
var að skoða Arduino, þetta er snild og kostar ekki mikið, minnir mig á NXT frá lego nema meira hardcore
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

Vonandi aðeins meira hardcore ;)

Þar að auki er hægt að skrifa nokkuð C-legan kóða fyrir stýringuna, sem að gleður mig óstjórnlega mikið.
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by mcbain »

sigurdur wrote:Vonandi aðeins meira hardcore ;)

Þar að auki er hægt að skrifa nokkuð C-legan kóða fyrir stýringuna, sem að gleður mig óstjórnlega mikið.
Já mjög sniðugt, svo bara kaupa hús fyrir þetta eða bara smíða
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by hrafnkell »

Ef þú vilt C kóða þá skaltu hoppa yfir arduino og nota bara beint avr kubbana :)

Ég gæti selt þér nokkra ef þú vilt föndra. Stórskemmtilegt að föndra með þetta.



Annars nota ég líka arduino þegar ég vill vera snöggur að einhverju, en avr ef ég vil gera eitthvað sem er fyrirferðalítið, ódýrt og fínt.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by kalli »

Þetta er á teikniborðinu hjá mér. Þ.e. koparhólkur, DS18B20 serial hitanemi og Ardiuno. AVR þekki ég ekki en kíki á hann.
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by hrafnkell »

kalli wrote:Þetta er á teikniborðinu hjá mér. Þ.e. koparhólkur, DS18B20 serial hitanemi og Ardiuno. AVR þekki ég ekki en kíki á hann.
Arduino er með avr microcontroller sem sér um allt draslið. Það er bara búið að abstracta þetta helling til að gera þetta einfaldara. Arduino gerir þér kleyft að gera helling án þess að þurfa að grafa þig í gegnum mörghundruð blaðsíðna datasheet :) En þú fórnar stundum hraða, stærð, batteríi o.fl.


Edit:
Svo veistu að þú getur fengið 2stk 18b20 ókeypis ef þú pantar samples frá maxim :)
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by kalli »

Takk fyrir ábendinguna Hrafnkell. Ég er búinn að panta 2 stk DS18B20+ og 2 stk DS18B20+par. Ég ætla að fara Arduino leiðina. Mig vantar líka parallel LCD til að sýna hitastigið. Sennilega 3 lína. Ein fyrir hita í meskikeri, ein fyrir hita í suðutunnu og ein fyrir útgangshita úr counter-flow chiller.
Life begins at 60....1.060, that is.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

hrafnkell wrote:Ef þú vilt C kóða þá skaltu hoppa yfir arduino og nota bara beint avr kubbana :)

Ég gæti selt þér nokkra ef þú vilt föndra. Stórskemmtilegt að föndra með þetta.



Annars nota ég líka arduino þegar ég vill vera snöggur að einhverju, en avr ef ég vil gera eitthvað sem er fyrirferðalítið, ódýrt og fínt.
Takk fyrir það vinalega boð. Það má vera að ég skoði það betur með kubbana fyrir önnur verkefni.

Hinsvegar þá hentar arduino týpurnar fullkomnlega fyrir þetta verkefni, stórt bókasafn og fleiri skemmtilegir hlutir sem að gera forritunina auðvelda.
User avatar
mcbain
Villigerill
Posts: 45
Joined: 28. Nov 2009 08:38
Location: Akureyri

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by mcbain »

sigurdur wrote:
hrafnkell wrote:Ef þú vilt C kóða þá skaltu hoppa yfir arduino og nota bara beint avr kubbana :)

Ég gæti selt þér nokkra ef þú vilt föndra. Stórskemmtilegt að föndra með þetta.



Annars nota ég líka arduino þegar ég vill vera snöggur að einhverju, en avr ef ég vil gera eitthvað sem er fyrirferðalítið, ódýrt og fínt.
Takk fyrir það vinalega boð. Það má vera að ég skoði það betur með kubbana fyrir önnur verkefni.

Hinsvegar þá hentar arduino týpurnar fullkomnlega fyrir þetta verkefni, stórt bókasafn og fleiri skemmtilegir hlutir sem að gera forritunina auðvelda.

Ég var að fá mér arduino, prófaði að gera "ímyndaða" hitastýringu með einu Dallas temp mæli og einu reley, tengdi líka eitt display svona til að geta fylgst með, bara svona uppá spaugið :)
Gerjun:
Þroskun:
Á flöskum: Eitthvað vont rauðvín :)
Á næstunni: Coopers stout kitt.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

Glæsilegt. Hvernig virkar það svo?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by kristfin »

vitið þið snillingarnir hvort ég geti lesið niðurstöðu úr svona hitamæli með þessari græju?
http://www.advantech.com.tw/products/8- ... MLJO8.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
fékk eintak af ebay á 12 dollara.

fann þetta þegar ég var að leita að upplýsingum um diy hitamæla:
http://sci-toys.com/scitoys/scitoys/com ... meter.html" onclick="window.open(this.href);return false;

en siggi var búinn að þessu öllu saman :)
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by hrafnkell »

Ef þú ert að pæla í arduino þá er ekki neitt vandamál að lesa af lm35 og lm34 mælum

Sjá t.d. hér:
http://pscmpf.blogspot.com/2008/12/ardu ... ensor.html" onclick="window.open(this.href);return false;


Þetta er mjög einfalt - notar bara analog pinna á arduino og hvisspæng, reddí! (eða svo gott sem)
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Heimagerðir vatnsþolnir hitamælar (prjónar)

Post by sigurdur »

kristfin wrote:vitið þið snillingarnir hvort ég geti lesið niðurstöðu úr svona hitamæli með þessari græju?
http://www.advantech.com.tw/products/8- ... MLJO8.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
fékk eintak af ebay á 12 dollara.
Þú ættir að geta mælt hitastig með þessu býst ég við. Þú þyrftir fyrst að breyta analog merkinu í digital, sem að er líklega dýrara en 12 USD.
Ódýrasta lausnin væri trúlega LM35 + freeduino/arduino, eða DS18S20 hitamælar + digitemp (hugbúnaður).
Post Reply