Eyjafjalla Amarillo

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjarki »

Lagði í þennan á laugardal, tapaði mér örlítið í humleríi. Hef pínu áhyggjur af IBU-inu sem er langt fyrir ofan stílinn (APA 30-50 skv. Beersmith). Uppskriftin sem ég var að stældi og gerði að minni eigin gerði ráð fyrir humlum á síðustu 0-15 mínútum suðu sem þýðir IBU 48 en ég skellti fyrsta skammtinum í hálftíma fyrr. Hef enga tilfinningu fyrir þessum tölum. Hvað segið þið sérfræðingar verður þetta neysluhæfur drykkur ?
Attachments
Eyjafjalla Amarillo.pdf
(106.98 KiB) Downloaded 688 times
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Idle »

Þessi verður vel neysluhæfur, Amarillo geta ekki klikkað. Meira í ætt við IPA svo vel humlaður, en það er aukaatriði. :skal:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Eyvindur »

Það er ekki til neitt sem heitir of mikið af humlum. Eh, jú, ok, kannski í sumum stílum. En ekki í amerísku ljósöli.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by sigurdur »

Hann lítur ágætlega út, kanski í hærri kantinum af cara-pils.
En þvílíkt magn af humlum ... Þú verður að koma með smakk þegar haldinn verður smakkfundur.
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjarki »

Er rólegri núna var smá stressaður yfir að allt væri ónýtt :) Það má vera allt að 10% af Carapils skv. Weyermann, fór eftir því. Mæti með smakk við fyrsta tækifæri.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by kristfin »

þetta er fín uppskrift.

carapils er yfirleitt notað til að fá betri haus á bjórinn (froðu). held að það skipti ekki máli hvað mikið er af því. en til að fá haus, þarf maðru ekki nema 2-5%. það er frekar hlutlaust bragð af carapils, ekki mikili karamella þó að þetta sé crystal/caramel.

amarillo eru frábærir humlar. æðislegt að finna hvernig þeir breytast með þroskun.

eftir svona viku á flösku færðu sítrónubragð, sem breitist í lime, síðan lime/mango, mango og síðan endar það sem notalegt citrus.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjössi »

Bjarki
Hvernig kom svo þessi´út hjá þér?
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjarki »

Sæll Bjössi.
Veit ekki enn, var að tappaði á flöskur rétt í þessu, bragðið er fínt frekar biturt en minna en ég átti von á. Rokna humla massi í botninum.
Bíð spenntur eftir að hann þroskist :)
Bjössi
Gáfnagerill
Posts: 390
Joined: 2. Oct 2009 11:52
Location: Reykjavík

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjössi »

'eg er með Plimmo vinningsbjórinn í þurrhumlum núna fer á flöskur eftir nokkra daga
til í skipti á flöskum?
Bjarki
Kraftagerill
Posts: 78
Joined: 15. Dec 2009 16:17

Re: Eyjafjalla Amarillo

Post by Bjarki »

Já er meira en til í það :)
Post Reply