Nokkrar byrjendaspurningar:
1) Hvernig lýst ykkur á svona potta: http://www.breworganic.com/10gallonpola ... pigot.aspx
Þarna er hægt að fá svona falskan götóttan botn í pottinn.
Myndi þetta spara manni að útbúa meskiker með gataðri pípu í botninum? Reyndar kostar þessi falski botn alveg undarlega mikið einn og sér... Kannski maður geti borað stálplötu sjálfur fyrir töluvert minna, en ég er bara með nógu mörg prójekt samt...
2) Hvernig er með svona heat stop, er það alveg óþarfi í flestum tilfellum? Ég sé að í sumum leiðbeiningum er talað um að halda hitanum við xx gráður í xx mínútur og svo framvegis, er þetta eitthvað sem maður kemst af án til æviloka?
3) Hvað þyrfti keramikhella að vera mörg wött til að meika sens fyrir 20-30 lítra?
Takk takk.