Kolsýruhylki fyrir kúta

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Kolsýruhylki fyrir kúta

Post by Oli »

Nú er ég með lítið kolsýruhylki frá Ísaga, þeir láta mann borga árgjald um 13 þúsund auk þess að borga áfyllingargjald í hvert skipti um 3500 kr.!

Eru ekki einhverjir sem bjóða betur sem þið vitið um?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kolsýruhylki fyrir kúta

Post by Eyvindur »

Slökkvitækjaþjónustan selur manni hylki - maður þarf bara að borga fyrir áfyllingu. Þau eru svolítið dýr, en það er þó bara eingreiðsla.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kolsýruhylki fyrir kúta

Post by hrafnkell »

Getur fengið ~2.5kg kúta í slökkvitækjaþjónustunni á rúmlega eitt ísaga árgjald.. Svo kostar frekar lítið að fylla á þá.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Kolsýruhylki fyrir kúta

Post by Oli »

já maður þyrfti að eiga 2 hylki amk og láta senda sér út á land, kostnaður í því. Ég er með 5 lítra hylki núna.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Kolsýruhylki fyrir kúta

Post by kristfin »

verður að græja þér kolsýruslökkvitæki. þau eru víðsvegar. síðan er hægt að skipta um loka og maður er í business
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
Post Reply