Takk fyrir gott kvöld í góðra vina hópi.
Ég held að Ölvisholt, Ölver og þeir Fágunarmenn sem stóðu að keppninni eigi hrós skilið.
Plimmó hópurinn fór sáttur út úr húsi og tekur hattinn ofan fyrir öðrum keppendum enda pottþétt framúrskarandi bjórar í alla staði. Leiðinlegast þykir mér að hafa ekki geta bragðað á þeim öllum.
Nú þurfa allir bara að undirbúa keppnisbjóra fyrir næstu keppni. Held að Plimmó hópurinn sleppi líklegast chili bjórnum næst.
Mig langaði líka að segja takk fyrir okkur... úrslitin voru framar okkar villtustu væntingum.
Kvöldið í heild var mjög vel heppnað. Frábær bjór á frábæru verði, góður félagsskapur, flott dómnefnd, glæsilegir vinningar frá Ölvisholti, Kaffismiðju Íslands og Búrinu, glæsileg skemmtiatriði frá Eyvindi og Úlfari og góður undirbúningur frá öllum sem komu að keppninni.
Takk fyrir mig og okkur í Plimmó hópnum. Fyrsta skiptið sem ég mæti á samkomu Fágunar og það var mjög gaman að hitta ykkur alla, takk aftur, kveðja AsiSt...