Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Bara svona til að henda fram smá umræðu, eru fleiri hér sem hafa verið að dunda sér við að hanna miða fyrir heimilisiðnaðinn hjá sér? Kannski er þetta bara ég, í gömlu húsi með lélegum símalínum, svo nettengingin er frekar shaky, og í þokkabót of handóður til að geta sest fyrir framan imbann ef drepa þarf tíma, en mér finnst gaman að smá Photoshopfikti, þótt maður sé ekkert að prenta þetta út og líma á flöskurnar nema rétt til að eiga eitt eintak til að sýna og dást að, og mögulega ef maður er að gefa e-m flösku, enda væri það bara óþarfa vinna bæði við föndrið og þrifin ef allar væru eitthvað vandlega skreyttar...

En nóg af blaðri, þessi þráður á að snúast um flöskumiða:
Image
Hópmynd af því sem komið er á flöskur, Chianti, eplavín, eplafreyðivín. Já ég veit ég gleymdi að þrífa stálið á gufugleypinum fyrir myndatöku :oops:

Röndin á rauðvínsmiðanum þjónar miklum tilgangi, kemur til með að skipta um lit eftir því hvaða þrúga er í flöskunni. Myndin finnst mér líka stórskemmtileg, tekin í kjölfar einhvers þökulagningargjörnings hjá nágrönnum mínum, og gefur götunni eiliítið meginlands-sveitaþorpslúkk sem passar ágætlega við innihald flöskunnar:
Image Image

Þar sem eplavínið er að þýskri fyrirmynd, kom aldrei annað til greina en að hafa miðann á þýsku. Skítuga lúkkið á flata eplavíninu er upprunnið í árdaga Klassiker-nafngiftarinnar, fannst það þurfa að lúkka geðveikt gamalt. Sekt er þýska orðið fyrir freyðivín, og glöggir kannast þarna eflaust við frasa af bjórflöskum, en hann útleggst á íslensku nokkurn veginn þannig að innihaldið þroskist með gæðageri í flöskunni:
Image Image
Á eitthvað eftir að fínísera þennan seinni, finnst prentletrið ekki alveg vera að fúnkera þarna...

En svo er maður svo snargeðveikur að maður er jafnvel tilbúinn með miða langt fram í tímann, hér höfum við annars vegar mjöð úr Euroshopper hunangi sem fór í fötu 3. febrúar sl., og bjór sem enn er bara á teikniborðinu, en Drýsill er skásta orðið sem orðabókin kom með þegar ég fletti upp orðinu Hobgoblin:
Image Image

Endilega hendið fram ykkar hönnun :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Hjalti »

Image

Hérna er lógóið fyrir Jörvan minn... Gerði svo eitt Jörva Stout logo en hef ekki gert fleiri eftir það.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Oli »

Flott! :)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by kristfin »

Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Image
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Eyvindur »

Spurning um að setja frekar tengla á myndirnar eða eitthvað? Af allir halda áfram að setja myndir inn í sama þráðinn verður hann býsna þungur áður en langt um líður.

Annars mjög flottir miðar. Vildi að ég hefði þolinmæði í þetta...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Svona myndaþráður á að vera þungur ;) (til þess var aðvörunin sett í subjectið). Mér finnst allavega skemmtilegra að fá svona myndamont beint í æð frekar en að þurfa að klikka á hverja fyrir sig, þótt ég þurfi kannski að bíða aðeins eftir að myndirnar halist niður.. ekki eins og maður sé á innhringitengingu þótt fornu símalínurnar í húsinu séu stundum með leiðindi :P

Annars sýnist mér Kristfin vera með þetta. Helvíti góðir miðar þar á ferð. Hvað er samt málið með öfugu dagsetningarnar?
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Hjalti »

Flott að hafa viðvörunina, við erum nú flestir með ADSL hérna og mótmælum ISDN notkun símanns.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
dax
Kraftagerill
Posts: 112
Joined: 1. Oct 2009 20:17
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by dax »

"Öfugu" dagsetningarnar eru væntanlega tilkomnar af því að Kristján er tölvunarfræðingur, ef mig minnir rétt, og þá er þetta eini rétti rithátturinn. Ef þú t.d. merkir möppur í myndasafninu þínu með þessari aðferð, þá raðast þær í tímaröð þegar þú raðar eftir nafni. YYYY-MM-DD

Kv,
-daX nörd :fagun:
Í gerjun: ekkert
Í lageringu á secondary: Sterkur S04
Á flöskum: ekkert
Á næstunni: eitthvað meira en EKKERT! :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by kristfin »

það er rétt hjá dax að ástæðan fyrir þessum dagsetninum er að þær eru "global". ekki hægt að misskilja þær.
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Eyvindur »

Sem kemur sér vel þegar þú ferð í útflutning.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by andrimar »

Frábærir miðar strákar, greinilega frjóir menn hér á ferð!
Kv,
Andri Mar
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by sigurdur »

[OFFTOPIC]
Hvað kemur frjósemi miðahönnun við? ;)
[/OFFTOPIC]
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Eyvindur »

Lím?

Sorrý...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
andrimar
Kraftagerill
Posts: 148
Joined: 3. Jun 2009 12:26
Location: Miðbær

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by andrimar »

Hahaha, ég held það væri annað orð, byrjar á g.... :D

Skemmtilegur útúrsnúningur en held þið allir hafið fattað að þarna var um að ræða frjósemi í hugsun, e-ð sem þið voruð að sýna Eyvindur og Siggi ;) Ég verð samt að vera leiðinlegur og reyna að stoppa þetta núna áður en við stelum frábærum þræði í e-ð flipp.
Kv,
Andri Mar
humall
Villigerill
Posts: 16
Joined: 26. Jun 2009 14:01

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by humall »

meira miðaföndur.

kv.

Image
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by kristfin »

þetta eru flottir miðar hjá þér. þumall upp.
hvar fékkstu síðan þessar flöskur
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
humall
Villigerill
Posts: 16
Joined: 26. Jun 2009 14:01

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by humall »

Takk, fékk hugmyndina úr þýski bók, það er að hengja miðann á frekar en að líma hann á flöskuna. Flöskurnar eru einn líter og koma frá Ameríku.

//updeit// kristfin: skoðaði flöskurnar betur, þær heita "EZcap", þeir eru með vefsíðuna: http://www.ezcap.net" onclick="window.open(this.href);return false;

kv.
Last edited by humall on 29. Apr 2010 10:01, edited 1 time in total.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Góður. Hengimiðarnir eru bráðsniðug hugmynd. Á skapalón fyrir eitthvað svipað sem ég fann á homebrewtalk. Hef ekki notað þetta sjálfur ennþá allavega, set nettan hvítan límmmiða, forsniðið 36 stk út úr A4 örk, á allar flöskur til aðgreiningar, og hef svo notað hina (útprentað, klippt og límt með föndurdoubleteipi) spari ef ég er að gefa flöskuna eða bera hana fram á borði fyrir gesti, annars er flöskunum bara slátrað án frekari merkinga. Doubleteipið er sömu gerðar og ég nota í vinnunni til að festa upp verðmerkingar og hefur ekki valdið mér vandræðum enn sem komið er þegar kemur að því að endurnýta flöskuna, þótt ég viti af reynslu úr búðinni að það geti orðið leiðinlegt fái það að standa mjög lengi.

En talandi um miða, er kominn með annan bjórmiða fyrir hinn bjórinn sem ég reikna með að hafa steady þegar ég kemst í bjórgerðina. Hugmyndin að nafninu kom þegar við vinnufélagarnir vorum eitthvað að tala um boltann, nánar tiltekið rimmu Fulham og Wolfsburg í Evrópudeildinni, og vinnufélaginn spurði hvort Wolfsburg væri eitthvað sem maður drekkur. Þar með var komið þetta líka fína nafn á hveitibjór að þýskum sið, þótt vel megi svo sem vera að Wolfsburger bjór sé til þarna úti þótt aldrei hafi hann borist hingað...

Hann er enn full groddaralegur greyið, litaði trefilinn bara með málningarfötunni til að fá tilfinningu fyrir litunum (sem sóttir eru í búninginn hjá fyrrnefndum Þýskalandsmeisturum Wolfsburg í fótbolta), svo ég á eftir að vinna hann frá grunni þegar nær dregur, og á líka eftir að finna stærri útgáfu af skjaldarmerkinu til að laga upplausnina:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by kristfin »

held að hann sé á réttri leið. þarf að fínisera hann aðeins
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Ahm. Kemur allt með kalda vatninu, ekki eins og maður sé að fara að leggja í Wolfsburgerinn strax á morgun, smellti þessu aðallega saman í flýti til að koma hugmyndinni á myndrænt form. :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Er búinn að laga Wolfsburger miðann, og uploadaði á sama filename, svo umræða um groddaralegan trefil og léleg gæði á skjaldarmerkinu er hér með úrelt. Skjaldarmerkið er ekki alveg það sama, en ég ætla að taka þetta trúanlegra þar sem það kemur af þýsku útgáfu Wikipedia. Svo bættist einn skyndimiði í safnið í gærkvöldi, hugmynd sem flaug í höfuð mér þegar ég sá HM2010 öl í undirskrift hjá einhverjum .. hátíðarbjór fyrir haustið vonandi, enn ekki viss á stíl svo það stendur bara "ljóst öl" eins og er.. þyrfti að vera einhver "fótboltabjór" (mildur og áfengislítill, eitthvað sem mætti drekka í hádegi á sunnudegi með góðri samvisku), en þó með einhverjum hátíðarblæ..

Image
Til að útskýra pælinguna fyrir þá sem ekki þekkja íslenskan íþróttakúltúr, þá mega íslensk fótboltalið skreyta búninginn sinn með stjörnum, einni fyrir hverja 5 Íslandsmeistaratitla, KR hafa unnið 24, og þykja æði sigurstranglegir í ár, og því gerum við í Vesturbænum okkur vonir um fimmtu stjörnuna í haust.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
atax1c
Gáfnagerill
Posts: 247
Joined: 17. Apr 2010 18:42

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by atax1c »

Er að föndra við nokkra miða þessa dagana, hérna er einn :)
Attachments
P5180094.JPG
P5180094.JPG (115.78 KiB) Viewed 25043 times
User avatar
aki
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 8. Sep 2009 10:42

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by aki »

Þessa sumarlegu miða græjuðum við feðgarnir með kartöflu, þekjulit, skærum, tússpenna og mjólk... Merktum þetta litla batch af wit á innan við hálftíma!
Image
Í gerjun: Ekkert
Á flöskum: ESB
Á teikniborðinu: Jólabjór
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by kristfin »

þetta eru flottir miðar hjá þér áki.

hvernig bragðast svo vittinn
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Eru miðaföndrarar meðal vor? (varúð, stórar myndir)

Post by Classic »

Ánægður með kartöflu- og mjólkurföndrið =)

Af gefnu tilefni, þá hefur ártalinu á "Fimmtu stjörnunni" verið breytt í 2012 (nenni reyndar ekki að skipta út myndinni á nethýsingunni þar sem konseptið hefur alveg komist til skila), við mikla kátínu vinnufélaga minna, og ég er ekki frá því að það hafi bjargað mér frá mörgum leiðindaskotunum að hafa verið búinn að koma með eitt beitt sjálfur :P

Annars þá er ég kominn með fyrsta skammt í fötu, og að sjálfsögðu er hent í miða þótt aðeins sé um að ræða eina lögun til að nýta hráefni sem ég keypti fyrir asnaskap:

Image

Ætlunin er að læra af þessu, svo nafnið lá bara í augum uppi. Ætti að vera orðinn drekkanlegur (ef hann þá verður það einhvern tímann) fyrir útsláttarkeppnina á HM :skal:

Svo er ég búinn að ákveða hvað verður pantað í fyrsta kasti. Það verður Wolfsburgerinn, wit með vinnutitilinn Hofgarðsseiður, og svo APA, innblásinn að miklu leiti af brúðkaupsöli Úlfars, en snúið á sem einfaldastan máta yfir í extract. Í kjölfarið á einhverjum aulabrandara hjá mér um daginn um APA og apa, þá hefur hann fengið nafnið Apaspil:

Image

Wit-inn er enn ekki kominn með endanlegt nafn eða hönnun, langar þó að kenna hann við örnefnið Hofgarð eða Hofgarða, en þarf að þankahríða meira yfir þeim pælingum. Ætla samt að forðast að nota grænt outer glow, er kominn með of marga græna kanta. :P
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply